Áhrifavaldar verði fleiri og tekjuhærri

Linda Benediktsdóttir, Sólrún Díego, Guðmundur Birkir Pálmason og Lína Birgitta …
Linda Benediktsdóttir, Sólrún Díego, Guðmundur Birkir Pálmason og Lína Birgitta Sigurðardóttir eru öll áhrifavaldar. Samsett mynd

„Áhrifa­vald­ar eru fólk sem er með ákveðið fylgi á sam­fé­lags­miðlum og með ákveðinn trú­verðug­leika og áreiðan­leika gagn­vart sín­um fylgj­end­um,“ seg­ir Gunn­ar Birg­is­son hjá Swipe Media. Swipe Media stofnaði Gunn­ar árið 2018 með Nökkva Fjalari Orra­syni en þeir vinna með áhrifa­völd­um og fyr­ir­tækj­um.

Áhrifa­vald­ar fengu sér­flokk í tekju­blöðum bæði DV og Frjálsr­ar versl­un­ar í síðustu viku. Ekki er til nein ein skil­grein­ing á orðinu áhrifa­vald­ur og ekki marg­ir sem gera sér fylli­lega grein fyr­ir hvað áhrifa­vald­ar eru og hvað þeir gera.

Hið launaða starf áhrifa­valds­ins er að aug­lýsa vör­ur og segja fylgj­end­um sín­um á sam­fé­lags­miðlum frá þeim. Flest­ir nota In­sta­gram sem sinn aðal­vett­vang en nokkr­ir hafa einnig fært sig yfir á TikT­ok. Mik­il vinna ligg­ur þó að baki því að geta fengið vör­ur frá fyr­ir­tækj­um send­ar og fjalla um þær. Áhrifa­vald­ur­inn verður að hafa byggt upp fylgj­enda­hóp og traust verður að hafa mynd­ast á milli áhrifa­valds­ins og þeirra sem hann hef­ur áhrif á.

„Það þarf að vera ein­hver ástæða fyr­ir því að fólk vel­ur að fylgja þess­um til­tekna áhrifa­valdi,“ seg­ir Gunn­ar. Áhrifa­vald­ar sýna frá sínu dag­lega lífi, deila ráðum, ræða við fylgj­end­ur sína um ýmis mál­efni, fá ráð frá þeim og hleypa þeim bók­staf­lega inn í stofu heima hjá sér.

Áhrifa­vald­ar vinna með fyr­ir­tækj­um og eru eins kon­ar fram­leng­ing á markaðsdeild fyr­ir­tæk­is­ins. Gunn­ar og sam­starfs­fólk hann hjá Swipe Media vinna að því að koma á sam­bandi milli ein­stak­linga og fyr­ir­tækja. Í gegn­um sam­starf við fyr­ir­tæki afla áhrifa­vald­ar svo tekna og þess­ar tekj­ur þarf að gefa upp til skatts. Þar und­ir falla vör­ur sem fyr­ir­tæki senda áhrifa­völd­um til um­fjöll­un­ar, gjaf­ir og af­not af vör­um eins og til dæm­is bif­reiðum.

Flest­ir áhrifa­vald­ar á snær­um Swipe eru aðeins áhrifa­vald­ar og vinna ekki aðra launaða vinnu. Hins veg­ar hafa þeir haft tæki­færi til að nýta vett­vang sinn í að skapa eig­in vörumerki. Áhrifa­vald­ur­inn Lína Birgitta Sig­urðardótt­ir hef­ur til dæm­is stofnað sitt eigið íþrótta­vörumerki, Define The Line Sport. Lína er með um 24 þúsund fylgj­end­ur á In­sta­gram.

Meira en bara aug­lýs­ing

Flest­ir eru sam­mála um að áhrifa­vald­ar séu meira en bara aug­lý­send­ur á sam­fé­lags­miðlum því þeir deila stór­um hluta af sínu per­sónu­lega lífi á sam­fé­lags­miðlin­um. Og það er lyk­ill­inn að vel­gengni á sam­fé­lags­miðlum. „Að mínu mati er góður áhrifa­vald­ur ein­hver sem hef­ur byggt upp traust fylgj­enda sinna í gegn­um tíðina, til dæm­is með því að vera hrein­skil­inn og per­sónu­leg­ur. Þannig hef­ur ein­stak­ling­ur­inn byggt upp gott orðspor meðal fylgj­endanna um að hann segi sína raun­veru­legu skoðun og fólk treyst­ir því,“ seg­ir Haf­dís Rós Jó­hann­es­dótt­ir, ráðgjafi í al­manna­tengsl­um hjá Góðum sam­skipt­um.

Haf­dís bend­ir á að áhrifa­vald­ar hafi lengi verið til og vörumerki nýtt sér sam­starf við þá, eins og til dæm­is íþrótta­fólk, leik­ara og fyr­ir­sæt­ur. Með til­komu sam­fé­lags­miðla hef­ur fólk hins veg­ar sinn eig­in vett­vang þar sem það get­ur aukið fylgi sitt.

„Það er ekki aðal­atriðið hversu marga fylgj­end­ur áhrifa­vald­ur er með held­ur skipt­ir meira máli hversu mik­ils trausts hann nýt­ur hjá fylgj­end­um sín­um og hvort þetta traust sé auðveld­lega yf­ir­fær­an­legt á viðkom­andi vöru eða vörumerki. Eins og öll sam­skipti á op­in­ber­um vett­vangi bygg­ist þetta á trausti og trú­verðug­leika og áhrif­in sem áhrifa­vald­arn­ir geta haft á kaup­hegðun er í beinu sam­bandi við hversu trú­verðugir þeir eru í aug­um fylgj­enda sinna og í fram­setn­ingu á sam­starfi við vörumerki,“ seg­ir Haf­dís.

Haf­dís seg­ir að fyr­ir­tæki, áhrifa­vald­ar og neyt­end­ur séu komn­ir með ágæta reynslu af starf­sem­inni. Áhrifa­vald­ar hafa lært að verðleggja sig hærra og tak­marka fjölda vörumerkja sem þeir vinna með.

„Okk­ar reynsla er að ís­lensk vörumerki velji oft­ast að vinna með áhrifa­völd­um sem hafa færri en dygg­ari fylgj­end­ur og þeim sem eru mjög af­kasta­mikl­ir í sinni efn­is­fram­leiðslu. Til dæm­is eru áhrifa­vald­ar sem deila upp­skrift­um eða heim­il­is­ráðum mjög vin­sæl­ir hjá fram­leiðend­um og heild­söl­um. Fyr­ir­tæk­in kynn­ast þess­um áhrifa­völd­um í gegn­um sam­fé­lags­miðla og sjá teng­ing­ar­mögu­leika við sín vörumerki eða viðskipta­vina­hópa,“ seg­ir Haf­dís.

Á meðal vin­sæl­ustu áhrifa­valda í þeim flokki eru til dæm­is Sól­rún Diego og Linda Bene­dikts­dótt­ir. Sól­rún hef­ur sýnt frá þrif­um á heim­ili sínu í nokk­ur ár og gefið fylgj­end­um sín­um góð ráð. Þá hef­ur hún einnig gefið út bók um skipu­lag heim­il­is­ins. Sam­kvæmt tekju­blaði Frjálsr­ar versl­un­ar var hún með 525 þúsund á mánuði á síðasta ári og er með 44 þúsund fylgj­end­ur á In­sta­gram.

Linda er fyrst og fremst í eld­hús­inu og gef­ur út fjölda upp­skrifta á mánuði. Hún held­ur einnig úti upp­skrift­asíðu, er í sam­starfi við stærstu heild­sala hér á landi og vinn­ur nú að því að gefa út upp­skrifta­bók. Hún var með 802 þúsund í tekj­ur á mánuði sam­kvæmt tekju­blaði Frjálsr­ar versl­un­ar og er með 27 þúsund fylgj­end­ur á In­sta­gram.

Ekki á út­leið

Þetta er ekki fyrsta skipti sem áhrifa­vald­arn­ir kom­ast á blað í tekju­blöðum og ekki í síðasta skipti að mati Haf­dís­ar. Í tekju­blaði DV var Guðmund­ur Birk­ir Páls­son, kírópraktor og áhrifa­vald­ur tekju­hæst­ur með 1,2 millj­ón­ir í tekj­ur á mánuði á síðasta ári. Í tekju­blaði Frjálsr­ar versl­un­ar var klám­stjarn­an Klara Sif Magnús­dótt­ir tekju­hæst með rúma millj­ón á mánuði.

„Ég held að þessi flokk­ur sé kom­inn til að vera og muni jafn­vel stækka á næstu árum. Sta­f­ræn markaðssetn­ing er framtíðin og áhrifa­vald­ar eru stór hluti af henni. Ég hugsa að það verði fleiri með hærri laun og fólk á fleiri sviðum að búa til efni. Við sjá­um efn­is­fram­leiðslu-efna­hag­inn (e. creator economy) stækka í sí­fellu og það verða stöðugt til nýir miðlar sem gera fólki kleift að fá tekj­ur fyr­ir efni sem það fram­leiðir,“ seg­ir Haf­dís.

Áhrifa­vald­ar munu þó að henn­ar mati ekki taka yfir aug­lýs­inga­markaðinn og valda því að fyr­ir­tæki hætti að aug­lýsa með hefðbundn­um hætti í fjöl­miðlum til dæm­is. Hún sér frek­ar fyr­ir sér að fyr­ir­tæki muni halda áfram að nýta áhrifa­valda í bland við aðrar aðferðir. „Ég held að at­hygl­in muni halda áfram að dreifast á fleiri aðila, bæði minni fjöl­miðla og áhrifa­valda. Við sjá­um að það er strax orðið þannig að youtu­be­stjörn­ur eru að segja okk­ur hvernig staðan er í Af­gan­ist­an. Fólk treyst­ir þeim sem það fylg­ist með hverju sinni,“ seg­ir Haf­dís.

Áhrifa­vald­arn­ir gætu hins veg­ar farið að taka stærri sneið af kök­unni af aug­lýs­inga­stof­um því þeir eru í beinu sam­bandi við fyr­ir­tæk­in og fram­leiða sjálf­ir efni sem gæti flokk­ast sem sjón­varps­aug­lýs­ing­ar. „Áhrifa­vald­ar hafa ákveðinn trú­verðug­leika sem þriðji aðili, eins og al­manna­tengsl hafa haft í gegn­um tíðina. Þar sem upp­lýs­ing­arn­ar koma frá þriðja aðila, en ekki fyr­ir­tæk­inu sjálfu, finnst neyt­end­um þær oft trú­verðugri. Ef fyr­ir­tæki fær í lið með sér áhrifa­vald sem hef­ur unnið sér inn traust­an fylgj­enda­hóp þá trúi ég að það geti haft góð áhrif á vörumerkið og aukið sölu,“ seg­ir Haf­dís.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: