Góður afli strandveiðibátanna

Hluti strandveiðibátanna sem gerður var út frá Skagaströnd í sumar …
Hluti strandveiðibátanna sem gerður var út frá Skagaströnd í sumar bíður nýrra verkefna á nýju kvótaári í smábátahöfninni. mbl.is/Ólafur Bernódusson

Strand­veiðikarl­ar á Skaga­strönd eru nokkuð sátt­ir við sum­arið. Þeir eru þó sam­mála um að það þurfi að auka kvót­ann svo hann dugi til að tryggja mönn­um 12 veiðidaga í hverj­um mánuði. 34 bát­ar lögðu upp strand­veiðiafla á Skaga­strönd í sum­ar, mis­mik­inn að sjálf­sögðu enda ekki jafn marg­ir róðrar hjá öll­um.

Sam­tals lönduðu þess­ir bát­ar 609 tonn­um, sem eru um það bil 5% af heild­arkvóta sum­ars­ins. Skaga­strönd er á veiðisvæði B en á því svæði voru gerðir út sam­tals 145 bát­ar sem veiddu sam­tals 2.560 tonn á tíma­bil­inu þannig að milli 23 og 24 pró­sent af heild­arafla svæðis­ins fengu þess­ir 34 bát­ar sem gerðir voru út frá Skaga­strönd.

Strand­veiðibát­arn­ir liggja nú bundn­ir við bryggju því ekki má nota þá fyrr en eft­ir 1. sept­em­ber, á nýju kvóta­ári. Aft­ur á móti róa nú línu­bát­arn­ir af krafti eft­ir að strand­veiðum er lokið og veðja á að verðið á mörkuðunum muni hækka með minnk­andi fram­boði á fiski.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: