Húsnæðismálin í brennidepli fyrir kosningar

Drífa Snædal, forseti ASÍ.
Drífa Snædal, forseti ASÍ. Ljósmynd/ASÍ

Hús­næðismál­in verða í for­grunni í kom­andi þing­kosn­ing­um eft­ir tæp­an mánuð að sögn Drífu Snæ­dal, for­seta ASÍ. Þetta, og fleira, seg­ir hún í viku­leg­um pistli sín­um.

Hún seg­ir að sam­töl henn­ar við fjölda full­trúa, stjórn­ar­manna og trúnaðarmanna sam­bands­ins, hafi fært henni heim sann­inn um að áhersl­ur ASÍ frá því í vor hafi verið rétt­ar.

Þær áhersl­ur eru að hús­næðismál séu ekki aðeins einn stærsti áhrifa­vald­ur ör­ygg­is og af­komu fólks, held­ur er hús­næðis­skort­ur steinn í götu at­vinnu­lífs um land allt.

Það er ský­laus krafa ASÍ, að sögn Drífu, að hús­næðismál­in skuli nálg­ast með fé­lags­leg­um hætti á kom­andi kjör­tíma­bili þannig að tryggja megi hús­næði handa öll­um, bæði ein­stak­ling­um og at­vinnu­rek­end­um, á viðráðan­leg­um kjör­um.

Him­inn og haf milli þétt­býl­is og dreif­býl­is

Þar að auki seg­ir Drífa að heil­brigðismál hafi verið of­ar­lega á baugi víða um land. Ekki aðeins með til­liti til öldrun­arþjón­ustu og aðgengi að heilsu­gæslu, held­ur einnig með til­liti til fæðing­arþjón­ustu og lang­tímameðferða.

Hún bend­ir á að oft þurfi fólk, sem býr utan stærri þétt­býliskjarna, að nýta or­lof og veik­inda­daga til að dvelja á sjúkra­hús­um í Reykja­vík og á Ak­ur­eyri þegar það á von á barni.

Það seg­ir Drífa að sé bein kjara­skerðing við fólk eft­ir bú­setu og sé einn þeirra fjöl­mörgu þátta í þeirri end­ur­skipu­lagn­ingu heil­brigðis­kerf­is­ins sem þörf er á – him­inn og haf sé á milli þjón­ustu við þá sem búa í þétt­býli í sam­an­b­urði við þá sem búa í dreif­býli.

mbl.is