Tónlistarkonan og áhrifavaldurinn Saga B neitar því að hafa farið í lýtaaðgerðir en hún segist hafa orðið fyrir aðkasti vegna útlits síns.
Saga segir að margir hafi sett sig í samband við hana og sakað hana um að koma ekki hreint fram hvað varðar útlit sitt.
Hún ræddi þessar ásakanir Instagram á dögunum. Þar kemur fram að aðdáendur hennar ganga svo langt að þeir klípa í varirnar hennar í leit að bótóxi.
Saga B sló í gegn á vormánuðum þegar hún gaf út lagið Bottle Service sem þýðist yfir á íslensku sem Flöskuborðið. Lagið vakti mikla athygli og birtist meðal annars frétt um Sögu í Suður-Ameríska netmiðlinum La Voz de Chile.