Vilja stöðugan gjaldmiðil og sanngjarnar reglur

Frá umræðum Viðreisnarfólks á landsfundinum í dag.
Frá umræðum Viðreisnarfólks á landsfundinum í dag. Ljósmynd/Aðsend

Viðreisn legg­ur í stjórn­mála­álykt­un sinni áherslu á að bæta þurfi lífs­kjör lands­manna og rekstr­ar­um­hverfi fyr­ir­tækja og legg­ur til að binda gengi krón­unn­ar við evru til að lækka vexti lands­manna.

„Mark­viss efna­hags­stjórn og aukið viðskiptafrelsi er í þágu allra. Stöðugur gjald­miðill og virk þátt­taka í alþjóðlegu viðskipta­lífi eru grunn­for­send­ur fyr­ir sterk­ari stöðu heim­il­anna, efna­hags­leg­um fram­förum, auk­inni fram­leiðni í at­vinnu­líf­inu og var­an­legri aukn­ingu kaup­mátt­ar,” seg­ir í álykt­un­inni sem var gef­in út í kjöfl­ar lands­fund­ar flokks­ins í dag.

Fram kem­ur að Viðreisn vilji sann­gjarn­ar leik­regl­ur í sjáv­ar­út­vegi með því að hluti kvót­ans verði boðinn upp á markaði á hverju ári. Þannig verði í fyll­ingu tím­ans all­ar veiðiheim­ild­ir bundn­ar slík­um samn­ing­um og út­gerðin greiði fyr­ir af­not af fiski­miðunum í sam­ræmi við markaðsverðmæti afla­heim­ilda.

Blönduð leið best

„Viðreisn legg­ur áherslu á að heil­brigðisþjón­usta á að standa öll­um til boða óháð efna­hag og þjón­usta við fólk á að vera leiðar­stefið, frem­ur en rekstr­ar­form þeirra sem þjón­ust­una veita. Blönduð leið er best og þess vegna hafn­ar Viðreisn aðför nú­ver­andi rík­is­stjórn­ar að sjálf­stætt starf­andi stof­um og sér­fræðing­um. Af­leiðing­arn­ar eru óboðleg­ir biðlist­ar og auk­inn kostnaður, ekki síst fyr­ir íbúa lands­byggðanna,” seg­ir m.a í álykt­unni. Auk þess vill flokk­ur­inn setja bar­átt­una við lofts­lags­vána í for­gang.

Hanna Katrín Friðriks­son þingmaður kynnti í dag Græna þráð Viðreisn­ar. „Græni þráður Viðreisn­ar snýst ákveðna hug­mynda­fræði sem ligg­ur til grund­vall­ar nálg­un Viðreisn­ar í um­hverf­is- og lofts­lags­mál­um. Hug­mynda­fræði sem fel­ur í sér að lofts­lags­mál og nátt­úru­vernd er áber­andi í öll­um okk­ar helstu stefnu­mál­um. Græni þráður­inn er staðfest­ing á þeim skiln­ingi Viðreisn­ar að öll mál eru um­hverf­is­mál,” seg­ir Hanna Katrín í álykt­un­inni.

mbl.is