Félagslið Kolbeins sendir frá sér yfirlýsingu

Félagslið Kolbeins Sigþórssonar hefur gefið frá sér yfirlýsingu varðandi stöðu …
Félagslið Kolbeins Sigþórssonar hefur gefið frá sér yfirlýsingu varðandi stöðu hans. mbl.is/Kristinn Magnússon

IFK Gautaborg, félagslið Kolbeins Sigþórssonar, hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna stöðu hans. Stjórn KSÍ tók í gær ákvörðun um að draga hann úr landsliðshóp í kjölfar umfjöllunar um meint kynferðis- og ofbeldisbrot sem átti sér stað á skemmtistað árið 2017.

Í yfirlýsingunni, sem birtist á heimasíðu félagsins, kemur fram að liðið taki málið grafalvarlega þrátt fyrir að því sé formlega lokið í augum laganna.

Á liðið nú í viðræðum við leikmanninn varðandi næstu skref en að sögn Håkon Mild, formanns IFK Gautaborgar, er liðið ósátt við framferði hans og að slík hegðun eigi ekki að viðgangast innan veggja félagsins.

mbl.is