ÍSÍ fundar með forsvarsmönnum KSÍ

Laugardalsvöllur þar sem skrifstofa KSÍ er til húsa.
Laugardalsvöllur þar sem skrifstofa KSÍ er til húsa. mbl.is/Árni Sæberg

Á fundi framkvæmdastjórnar Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands í dag var forseta ÍSÍ falið að eiga fund með forsvarsmönnum Knattspyrnusambands Íslands um þá stöðu sem upp er komin í sambandinu og nauðsynlegar aðgerðir til úrbóta. Fundurinn mun fara fram seinna í dag eða á morgun.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá ÍSÍ. Þar kemur einnig fram:

„ÍSÍ og samskiptaráðgjafi íþrótta- og æskulýðsmála hafa, ásamt fleiri aðilum er koma að íþrótta- og æskulýðsstarfi í landinu, unnið saman undanfarna mánuði að uppfærslu verkferla og viðbragðsáætlana fyrir íþróttahreyfinguna.“

ÍSÍ fundaði í dag með samskiptaráðgjafa um stöðu þess verkefnis.

mbl.is