3,5 milljarða króna stækkun fyrir seiði

Rúmmál eldiskerja meira en tvöfaldaðist við stækkun seiðaeldisstöðvar Arctic Fish …
Rúmmál eldiskerja meira en tvöfaldaðist við stækkun seiðaeldisstöðvar Arctic Fish í Tálknafirði.

Verk­taka­fyr­ir­tækið Eykt mun ann­ast hönn­un og fram­kvæmd­ir við stækk­un seiðaeld­is­stöðvar Arctic Fish í Norður-Botni í Tálknafirði og norska fyr­ir­tækið Eyvi sér um tækni­búnað stöðvar­inn­ar. Áætlað er að kostnaður við verkið verði um 3,5 millj­arðar króna og verður það ein af stærstu fram­kvæmd­um einkaaðila á Vest­fjörðum. Fram­kvæmd­ir hefjast næstu daga.

Hús­næðið verður stækkað um 4.200 fer­metra og verður sam­tals 14.200 og kerja­rými meira en tvö­faldað því við það bæt­ast 7.200 rúm­metr­ar. Fram­leiðslu­geta stöðvar­inn­ar tvö­fald­ast, verður 1.000 tonn sem svar­ar til um fimm millj­óna 200 gramma seiða. Úr þeim fjölda á að vera hægt að ala um það bil 25 þúsund tonn af laxi.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: