Hótaði að skjóta niður ljósin

Frá skrifstofu KSÍ.
Frá skrifstofu KSÍ. mbl.is/Kristinn Magnússon

Maðurinn sem gekk inn á skrifstofu Knattspyrnusambands Íslands fyrr í dag og hafði uppi hótanir við starfsfólk sambandsins, kvaðst ósáttur við flóðlýsingu Laugardalsvallar.

Er hann sagður hafa hótað því að skjóta ljósin niður með skotvopni, að því er fram kemur í dagbók lögreglu.

Var hann farinn af vettvangi þegar lögregla kom á vettvang og fannst ekki.

Stjórnin og formaður vikið frá

Knatt­spyrnu­sam­bandið hef­ur legið und­ir harðri gagn­rýni und­an­farna daga eft­ir að þolandi steig fram og lýsti því að landsliðsmaður hefði beitt hann of­beldi á skemmti­stað árið 2017.

Í kjöl­farið lét Guðni Bergs­son af störf­um sem formaður sam­bands­ins á sunnu­dag­inn var og í gær ákvað stjórn KSÍ einnig að stíga til hliðar.

KSÍ hef­ur verið sakað um þögg­un og meðvirkni með öðrum meint­um gerend­um inn­an sam­bands­ins og kallað hefur verið eftir gagngerum breytingum innan sambandsins.

mbl.is