Misvægi fylgis flokka

Graf/mbl.is

Þegar rýnt er í fylgi flokka, sem hyggj­ast bjóða fram í öll­um kjör­dæm­um í kom­andi alþing­is­kosn­ing­um, blas­ir við að meiri mun­ur er að verða á kjör­dæmun­um en verið hef­ur. Sem fyrr er mun­ur­inn á höfuðborg­ar­svæðinu og lands­byggðinni greini­leg­ast­ur, en auðvelt er að koma auga ýmsa strauma aðra. Ekki er að sjá að fjölg­un fram­boða hafi orðið til þess að slétta yfir slík­an mun með því að gefa kjós­end­um fleiri kosti í kjör­klef­an­um.

Í Morg­un­blaðinu í dag er að finna yf­ir­lit yfir fylgi flokk­anna í ein­stök­um kjör­dæm­um, ásamt þing­manna­út­reikn­ingi. Þar er byggt á töl­um úr þrem­ur síðustu skoðana­könn­un­um, sem MMR gerði í sam­starfi við Morg­un­blaðið og mbl.is.

Graf/​mbl.is

Meðal þess sem þar blas­ir við, er sterk hægri undir­alda í Suður­kjör­dæmi, þar sem vinstri­flokk­arn­ir ná sér ekki á strik, en einnig má nefna hvernig Viðreisn nær lít­illi viðspyrnu utan höfuðborg­ar­svæðis­ins meðan Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn á við gagn­stæðan vanda að etja sem oft áður. Sömu­leiðis eiga Pírat­ar mun minna fylgi að fagna á Norður­landi en ann­ars staðar.

Það eru helst fylg­isminnstu flokk­arn­ir, sem státað geta af sæmi­lega jöfnu fylgi eft­ir kjör­dæm­um, en jafn­vel þeir eru all­ir með eitt kjör­dæmi öðrum sterk­ara.

Mjög mis­jöfn staða í kjör­dæmun­um

Fylgi flokka er al­mennt orðið ákaf­lega mis­skipt eft­ir kjör­dæm­um. Segja má að Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn sé eini flokk­ur­inn, sem njóti veru­legs stuðnings í öll­um kjör­dæm­um, en þó er fylgi hans í höfuðborg­inni merkj­an­lega lægra en í flest­um kjör­dæm­um öðrum. Lægst er það þó á Norðaust­ur­landi, sem má kalla und­an­tekn­ingu.

Það er í sjálfu sér ekki nýtt að flokk­um vegni mis­vel í hinum ýmsu kjör­dæm­um, það er ein­mitt ein helsta for­senda þeirra, að þau hafi mis­jafna hags­muni og sam­setn­ingu, sem ólík fram­boð og fram­bjóðend­ur séu mis­vel til fall­in að gæta eða vera full­trú­ar fyr­ir. Þannig hef­ur Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn alla tíð átt meira fylgi að fagna utan höfuðborg­ar­svæðis­ins en inn­an.

Það er hins veg­ar at­hygl­is­vert að sjá hvernig sá mun­ur virðist frem­ur áger­ast en hitt, þrátt fyr­ir að senni­lega hafi hags­mun­ir byggðarlag­anna ekki verið jafn­samofn­ir áður, sam­göng­ur og tækni­fram­far­ir hafa jafnað marg­vís­leg­an aðstöðumun mikið og á sinn hátt flatt út sam­fé­lagið. Þess gæt­ir lítt í stjórn­mál­um, þar sem fæst­ir flokk­ar hafa jafna skír­skot­un í kjör­dæmun­um.

Hér að ofan gef­ur að líta hvernig fylgi flokk­anna skipt­ist í ein­stök­um kjör­dæm­um, en þar er not­ast við sam­an­lagðar niður­stöður úr þrem­ur könn­un­um, sem MMR gerði í sam­starfi við Morg­un­blaðið.

Rétt er að ít­reka að þær sýna því ekki vel fylg­isþróun síðustu viku, en veita hins veg­ar ábyggi­legri niður­stöður í fá­menn­ari kjör­dæm­um en ella.

Þar má sjá ýms­ar speg­il­mynd­ir. Öfugt við Fram­sókn á Viðreisn þannig nær aðeins fylgi á höfuðborg­ar­svæðinu, en Pírat­ar höfða grein­lega mun síður til Norðlend­inga en annarra. Sam­fylk­ing­in er hins veg­ar með sitt langsterk­asta vígi í Norðaust­ur­kjör­dæmi með nær 18% en meðaltalið ann­ars staðar und­ir 10%.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: