Peningum ausið út í loftið í loftslagsmálum

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Logi Ein­ars­son, formaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, sagði sam­setn­ingu nú­ver­andi rík­is­stjórn­ar óhent­uga í bar­átt­unni gegn lofts­lags­breyt­ing­um, í kapp­ræðum Rík­is­sjón­varps­ins í kvöld. Tel­ur hann áskor­un­ina sem við stönd­um nú frammi fyr­ir þarfn­ast sam­stiga rík­is­stjórn­ar sem hafi kjark til að taka á mál­inu.

Sig­mund­ur Davíð Gunn­laugs­son, formaður Miðflokks­ins, tók und­ir óánægju Loga og sagði tug­um millj­arða hafa verið ausið í loftið. Tel­ur hann menn hafa nálg­ast lofts­lags­vánna á rang­an hátt en sjálf­ur taldi hann ekki skyn­sam­legt að lofts­lags­stefna myndi ganga út á sam­drátt þar sem það myndi leiða af sér lak­ari lífs­kjör.

Vill hann þá leggja meiri áherslu á um­hverf­i­s­vænt eldsneyti og taldi hann jafn­framt ís­lensk ál­ver vera í lyk­il­stöðu í bar­átt­unni gegn lofts­lags­breyt­ing­um.

Katrín seg­ir rík­is­stjórn hafa skilað ár­angri

Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­sæt­is­ráðherra og formaður Vinstri grænna, tók fyr­ir þessa gagn­rýni og benti á að rík­is­stjórn­in hefði skilað ár­angri á mörg­um víg­stöðvum.

„Þá er það nú samt staðreynd að það er þessi rík­is­stjórn sem er sú fyrsta sem kem­ur með al­vöru fram­kvæmda­áætl­un, full fjár­magnaða, í aðgerðum gegn lofts­lags­vánni. Það er þessi rík­is­stjórn sem fer af stað í orku­skipti í sam­göng­um. Það er þessi rík­is­stjórn sem fer af stað í átak gegn kol­efn­is­bind­ingu,“ sagði Katrín.

Bjarni Bene­dikts­son, formaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, tók einnig fyr­ir að nún­ing­ur væri milli rík­is­stjórn­ar­flokk­ana um lofts­lags­mál­efn­in. Seg­ir hann ótal mörg tæki­færi blasa við Íslandi og lagði til með að ráðist verði í frek­ari virkj­an­ir.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina