Fyrrverandi fréttamaður RÚV til liðs við Samherja

Karl Eskil Pálsson hefur hafið störf hjá Samherja á sviði …
Karl Eskil Pálsson hefur hafið störf hjá Samherja á sviði upplýsingamála. Ljósmynd/Samherji

Fjöl­miðlamaður­inn Karl Eskil Páls­son hef­ur verið ráðinn til Sam­herja, að því er fram kem­ur í til­kynn­ingu á vef fyr­ir­tæk­is­ins. Þar seg­ir að Karl Eskil mun sinna skrif­um á heimasíðu Sam­herja og sam­fé­lags­miðlum.

Jafn­framt mun hann hafa á sinni könnu innri vef Sam­herja þar sem upp­lýs­ing­um og fræðslu­efni er komið til starfs­fólks auk annarra verk­efna á sviði upp­lýs­inga­mála.

Karl Eskil starfaði í tvo ára­tugi á frétta­stofu Rúv á Ak­ur­eyri, var rit­stjóri héraðsfrétta­blaðsins Viku­dags, sjálf­stæður blaðamaður og nú síðast dag­skrár­gerðarmaður á sjón­varps­stöðinni N4 á Ak­ur­eyri. „Sjáv­ar­út­veg­ur hef­ur verið helsta sér­grein hans í fjöl­miðlun, einnig um­fjöll­un um viðskipta- og mann­líf í land­inu, sér­stak­lega á lands­byggðinni,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni.

„Vegna starfa minna und­an­farna ára­tugi þekki ég nokkuð til starf­semi og innviða Sam­herja, sem er án efa eitt tækni­vædd­asta sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki lands­ins og þar með í heim­in­um. Sam­herji er lík­lega með stærri ný­sköp­un­ar­fyr­ir­tækj­um lands­ins. Í því sam­bandi næg­ir að nefna glæsi­leg­an skipa­flota, full­komn­ar land­vinnsl­ur, skip sem get­ur geymt lif­andi fisk í sér út­bún­um tönk­um og fyr­ir­hugað land­eldi í Reykja­nes­bæ. […] Ég er sem sagt full­ur til­hlökk­un­ar og þakk­lát­ur fyr­ir að hafa verið munstraður um borð. Mörg stór verk­efni eru í far­vatn­inu hjá Sam­herja, sem fé­lagið vill segja frá og upp­lýsa með vönduðum og traust­um hætti,“ er haft eft­ir Karli Eskil í  til­kynn­ing­unni.

mbl.is