Ölgerðin hefur fjarlægt auglýsingu fyrir Pepsi Max-deildina vegna ásakana um ofbeldi af hálfu eins leikmanns á myndinni. Þetta staðfestir Andri Þór Guðmundsson, forstjóri Ölgerðarinnar.
„Okkur bárust ábendingar um að þarna væri leikmaður sem sæti ásökunum. Á meðan þetta er í skoðun ákváðum við þess vegna að fjarlægja auglýsinguna," bætir hann við en Fréttablaðið greindi fyrst frá.
Andri segir að þótt Ölgerðin sé ekki í beinu samningssambandi við KSÍ fylgist þau með málinu. „Það er ljóst að það þarf að gera verulega bragabót þarna á. Við munum fylgjast vel með og sjá hvað setur.“