Pétur Jakob til Héðins

Pétur Jakob Pétursson nýr markaðs- og sölustjóri HPP, próteinverksmiðju Héðins.
Pétur Jakob Pétursson nýr markaðs- og sölustjóri HPP, próteinverksmiðju Héðins. Ljósmynd/Aðsend

Pét­ur Jakob Pét­urs­son hef­ur verið ráðinn markaðs- og sölu­stjóri hjá HPP, há­tækni­prótein­verk­smiðju sem hönnuð er og smíðuð hjá Héðni.

Verk­smiðjan er til í út­færslu fyr­ir vinnslu á landi og á sjó en þau skip sem hafa hana um borð geta nýtt afl­ann hundrað pró­sent, með því að bræða það sem til fell­ur í lýsi og mjöl. 

Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá Héðni. 

Þar seg­ir einnig að Pét­ur Jakob sé sjáv­ar­út­vegs­fræðing­ur frá Há­skól­an­um á Ak­ur­eyri og Trom­sö. Pét­ur hef­ur komið víða við á sviði sjáv­ar­út­vegs og starfaði síðast sem sölu­stjóri hjá Skag­an­um 3X. 

Þá hef­ur hann starfað sem inn­kaupa­stjóri hjá Deutsch­See í Þýskalandi og við fram­leiðslu- og gæðastýr­ingu hjá Sam­herja.

Verk­smiðjur í tog­ur­um og á landi

„Héðinn hef­ur fjár­fest rúm­um millj­arði króna í þróun HPP og um­svif prótein­verk­smiðjunn­ar auk­ist ár frá ári,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni. 

Þar seg­ir sömu­leiðis að HPP sé nú að finna um borð í frysti­tog­ur­um Ramma, Brims og Sam­herja og dótt­ur­fé­laga þeirra, og í skip­um er­lendra út­gerða.

„Smíði er haf­in á nýrri 380 tonna HPP verk­smiðju fyr­ir Síld­ar­vinnsl­una í Nes­kaupsstað og stutt er síðan Gröntvedt Nutri í Nor­egi tók 350 tonna HPP í notk­un til að fá hundrað pró­sent nýt­ingu hrá­efn­is við vinnslu á mak­ríl og síld.“

Haft er eft­ir Pétri Jakobi í til­kynn­ingu að hann hlakki til að taka til starfa hjá Héðni sem bráðlega held­ur upp á 100 ára af­mæli. 

“Sjáv­ar­út­veg­ur­inn legg­ur áherslu á að skapa sem mest verðmæti og með HPP geta fyr­ir­tæk­in náð 100% nýt­ingu afl­ans og há­markað virði hans. Fram­sæk­in fyr­ir­tæki í sjáv­ar­út­vegi hafa áttað sig á þeim auknu verðmæt­um sem HPP skap­ar. Það eru ekki marg­ir sem geta státað af því að gera heim­inn ör­lítið grænni en þeir komu að hon­um, en sú er raun­in hvað HPP varðar,“ er haft eft­ir Pétri Jakobi.

mbl.is