Kynning á ársfjórðungsuppgjöri flugfélagsins Play hófst klukkan 8:30 og var í beinu streymi hér að neðan. Hér má sjá hvernig fundurinn fór fram.
Í tilkynningu kemur fram að sjóðsstaða félagsins sé sterkari en ætlað var. Þá hafi leiga á sex nýjum flugvélum tryggð. Flotinn stækkar í tíu vélar á betri kjörum en ráðgert var.
Þá segir í tilkynningunni að eftirspurn eftir flugi hafi vaxið og að horfur séu jákvæðar.
Rúmlega 17.300 farþegar flugu með Play í ágúst, nærri tvöfalt fleiri en í júlí. Þá gengur undirbúningur fyrir flug til Norður-Ameríku og tengiflug næsta vor vel.