Snúið við með norskan makrílafla

Tveim­ur norsk­um skip­um sem fyr­ir­hugað var að lönduðu mak­ríl á Fá­skrúðsfirði og Eskif­irði var snúið við á mánu­dag. Lög­um sam­kvæmt er slík lönd­un óheim­il meðan ekki hef­ur verið samið um veiðistjórn­un á mak­ríl í NA-Atlants­hafi. Friðrik Mar Guðmunds­son, fram­kvæmda­stjóri Loðnu­vinnsl­unn­ar á Fá­skrúðsfirði, seg­ir að auðveld­lega hefði mátt leysa málið með því að veita und­anþágu í ljósi mik­illa ís­lenskra hags­muna, en það hafi ekki feng­ist í gegn.

Þetta kem­ur fram í Morg­un­blaðinu í dag.

Lá í fjóra tíma við bryggju

Norska skipið Knester var komið að bryggju á Fá­skrúðsfirði á mánu­dags­morg­un og lá við bryggju í fjóra tíma áður en skip­inu var snúið til Fær­eyja þar sem afl­an­um var landað. Norska skipið Havsn­urp var á sama tíma á leið til Eskifjarðar en var snúið við á land­helg­is­mörk­um aust­ur af land­inu og hélt sömu­leiðis með afl­ann til Fær­eyja.

Friðrik Mar seg­ir að hann hafi ekki vitað að lönd­un á norsk­um mak­ríl væri bönnuð hér á landi. Fyr­ir­tækið hafi lengi átt í góðum sam­skipt­um við norsk­ar út­gerðir og þegar mak­ríll bauðst í gegn­um til­boðsmarkað Sildes­algslaget hefði því verið tekið feg­ins hendi, enda skort­ur á hrá­efni í vinnslu fyr­ir­tæk­is­ins þar sem tog­ar­inn Ljósa­fell er í slipp þessa dag­ana.

Hann seg­ir að á síðustu fimm árum hefði Loðnu­vinnsl­an keypt 165 þúsund tonn af kol­munna af Norðmönn­um, loðnu úr Bar­ents­hafi af Norðmönn­um og loðnu af Fær­ey­ing­um. Fram­leiðslu­verðmæti afurða úr þessu er­lenda hrá­efni nam sam­tals 10,5 millj­örðum, að sögn Friðriks.

Frá 2017 hefðu ekki verið samn­ing­ar um stjórn­un kol­munna­veiða, en regl­um um lönd­un Norðmanna og Fær­ey­inga á kol­munna hefði ein­fald­lega verið breytt þar sem aug­ljós­ir hags­mun­ir hefðu verið af viðskipt­un­um. Hann seg­ir að ná­kvæm­lega sömu hags­mun­ir hefðu verið af þess­um mak­rílviðskipt­um fyr­ir þjóðarbúið.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: