Vilja „brjóta upp Samherja“

Gunnar Smári Egilsson, formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins á þingi Sósíalistaflokksins 4. …
Gunnar Smári Egilsson, formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins á þingi Sósíalistaflokksins 4. júlí 2021. mbl.is/Jón Helgi

Tólfta „til­boð“ Sósí­al­ista­flokks Íslands ber yf­ir­skrift­ina Brjót­um upp Sam­herja – end­ur­heimt­um auðlind­irn­ar. 

Til­boð sósí­al­ista er eig­in­leg­ar kosn­inga­áhersl­ur flokks­ins. 

Þá hljóðar til­boðið upp á að auðlind­ir hafs­ins verði end­ur­heimt­ar „af auðhring­un­um sem hafa sölsað þær und­ir sig“ og að efnt verði til fiskiþinga til að móta fisk­veiðistefnu til lengri tíma en leggja strax niður kvóta­kerfið. 

Brot­in upp bæði þvers­um og langs­um

„Stærstu út­gerðarfyr­ir­tæk­in verði brot­in upp bæði þvers­um og langs­um, tak­mark­an­ir sett­ar á stærð þeirra al­mennt og þau fyr­ir­tæki sem drottna yfir allri virðiskeðjunni brot­in upp.

Þar til fiskiþing skila af sér framtíðar­skip­an verði nú­ver­andi afla­marks­kerfi lagt af og tekið upp daga­kerfi með ófram­selj­an­leg­um út­hlut­un­um á skip og báta, skylda verði að setja all­an fisk á markað, hand­færa­veiðar verði gefn­ar frjáls­ar, veiðigjöld inn­heimt við bryggju, út­hafskvót­ar seld­ir á upp­boði og ít­ar­leg rann­sókn gerð á fjár­mál­um og starfs­hátt­um stærstu út­gerðarfyr­ir­tækj­anna,“ seg­ir í til­boði sósí­al­ista. Þar er út­gerðafyr­ir­tækið Sam­herji hvergi nefnt á nafn þrátt fyr­ir að vera í yf­ir­skrift til­boðsins. 

mbl.is