84 brottkastsmál á árinu

Drónaeftirlit hefur uppgötvað mikið af brottkasti.
Drónaeftirlit hefur uppgötvað mikið af brottkasti. mbl.is/Árni Sæberg

Gríðarleg­ur fjöldi brott­kasts­mála hef­ur verið skráður hjá Fiski­stofu það sem af er fisk­veiðiár­inu. Lang­flest hafa upp­götv­ast með notk­un dróna og hafa þessi brot gegn fisk­veiðilög­gjöf­inni, sem hafa hlotið úr­vinnslu, verið af­greidd með leiðbein­inga­bréfi. Fiski­stofa boðar mun harðari viðbrögð á kom­andi fisk­veiðiári.

Alls hafa 84 brott­kasts­mál verið skráð hjá Fiski­stofu frá 1. sept­em­ber 2020 til 13. ág­úst 2021. Þar af eru 83 mál sem upp­götvuðust með notk­un dróna. „Megnið af brott­kasts­mál­um sem kom­ist var upp um með dróna fóru í leiðbein­inga­ferli – bara á meðan við höf­um verið með þetta eft­ir­lit. Þetta er nýtt eft­ir­lit og þegar er um að ræða fyrsta brot höf­um við verið að leiðbeina, en á nýju fisk­veiðiári mun­um við fara að taka harðar á þess­um brot­um,“ seg­ir Elín B. Ragn­ars­dótt­ir, sviðsstjóri veiðieft­ir­lits hjá Fiski­stofu.

Mál­in kunna jafn­vel að verða fleiri þegar fisk­veiðiárið er gert upp. „Það er þarna nokk­ur fjöldi mála sem eru enn í vinnslu og fisk­veiðiárið ekki búið og þetta er staðan 13. ág­úst. Líka eru nokk­ur brota­mál sem eru ekki kom­in inn á borð hjá okk­ur og eru enn í rann­sókn, þau eru ekki tal­in upp.“

Hún seg­ir ákvörðun hafa verið tekna um að styðjast við leiðbein­inga­bréf að sinni þar sem um er að ræða nýtt eft­ir­lit. Þá hafi með þessu verið hægt að vekja at­hygli á dróna­eft­ir­lit­inu áður en gripið verður til annarra úrræða.

Elín B. Ragnasdóttir, sviðsstjóri veiðieftirlits Fiskistofu.
Elín B. Ragn­as­dótt­ir, sviðsstjóri veiðieft­ir­lits Fiski­stofu. mbl.is/Á​rni Sæ­berg

Al­gjör bylt­ing

Elín seg­ir eng­an vafa vera um að dróna­eft­ir­litið sé komið til að vera. „Þetta er al­gjör bylt­ing í því að koma auga á brott­kast. Við sjá­um það á tíma­bil­inu frá fyrsta sept­em­ber [í fyrra] og fram í miðjan janú­ar [á þessu ári] þá er þetta eitt brott­kasts­mál, en frá miðjum janú­ar og til 13. ág­úst eru 83 brott­kasts­mál með dróna. Þannig að við erum að sjá brott­kastið miklu bet­ur með dróna.“

Mun notk­un drón­anna breyt­ast eða aukast á næsta fisk­veiðiári?

„Það sem verður breyt­ing­in í notk­un á drón­un­um er að við mun­um beita þeim fjær landi. Við vor­um þangað til í vor fyrst og fremst að fljúga frá landi, en í sum­ar byrjuðum við að fljúga frá bát­um og skip­um. Þannig get­ur eft­ir­litsmaður sem er í einu skipi einnig haft eft­ir­lit allt í kring. Svo höf­um við einnig farið með Land­helg­is­gæsl­unni og nýtt dróna og þannig haft eft­ir­lit með þess­um stærri skip­um og tog­ur­um sem eru fjær landi. Við mun­um auka það eft­ir­lit eins og við get­um.“

Áhættugreining mun geta beint eftirliti þangað sem brot eru talin …
Áhættu­grein­ing mun geta beint eft­ir­liti þangað sem brot eru tal­in eiga sér stað. mbl.is/Ó​skar Pét­ur Friðriks­son

Grein­ing auki skil­virkni

Þeir sem fljúga drón­un­um hafa hlotið þar til gerða þjálf­un en spurð hvort þurfi að fjölga mann­skap stofn­un­ar­inn­ar til að efla eft­ir­litið enn frek­ar seg­ir Elín svo ekki endi­lega vera. „Við erum svo­lítið að breyta fyr­ir­komu­lagi eft­ir­lits­ins og gera það áhættumiðaðra og við erum að inn­leiða áhættu­grein­ing­arstaðal og mun­um nota grein­ing­ar og gögn meira í eft­ir­lits­skyni. Við erum að styrkja tölvu­kerf­in okk­ar og taka í gagnið alls kon­ar grein­ing­ar­tól. Það er breyt­ing­in á eft­ir­lit­inu sem við sjá­um koma í gagnið á næsta ári.“

Þá sé hugs­un­in að auk­in grein­ing geri stofn­un­inni kleift að beina eft­ir­liti á þær hafn­ir og þá báta sem skora hærra í áhættumati. „Þeir sem brjóta ít­rekað af sér skora því hærra en í til­felli þeirra sem eru alltaf í lagi í okk­ar eft­ir­liti mun­um við ekki beina eft­ir­liti okk­ar í sama mæli að þeim.“

Einnig er stefnt að því að tryggja gagn­sæi í eft­ir­liti Fiski­stofu, að sögn El­ín­ar. „Við mun­um einnig birta enn frek­ar gögn um um­gengn­ina á vef Fiski­stofu með reglu­leg­um birt­ing­um eða jafn­vel birt­ing­um í raun­tíma og þetta er til viðbót­ar birt­ing­um úr eft­ir­lit­inu. Til dæm­is niður­stöðu dróna­flugs síðasta mánaðar; hvað var flogið yfir marga báta, hversu marg­ir stunduðu brott­kast og þetta jafn­vel eft­ir veiðarfær­um og fleira. Við mun­um birta um­fangs­meiri gögn.“

Hún viður­kenn­ir að dróna­eft­ir­litið hef­ur verið gagn­rýnt af ýms­um aðilum. „Það eru auðvitað ekki all­ir sátt­ir, en menn sem eru í þess­ari at­vinnu­grein hljóta að gera sér grein fyr­ir því að þeir eru með sér­stakt leyfi til að sækja í þessa sam­eig­in­legu tak­mörkuðu auðlind og gang­ast und­ir það að sæta eft­ir­liti.“

Covid-áhrif í brota­töl­um

„Mér sýn­ist fljótt á litið að það sé svipaður fjöldi brota­mála og verið hef­ur,“ svar­ar Elín spurð um þróun brota. „Vissu­lega spil­ar Covid svo­lítið inn í þar sem er lít­il fækk­un ákveðinna brota þar sem það var minna eft­ir­lit [á fisk­veiðiár­inu] af því menn voru ekki að fara um borð í tog­ara og skip, menn voru að fara minna inn í vinnsl­ur og þess hátt­ar. Við vor­um meira við sýni­legt bryggju­eft­ir­lit. Þannig að Covid hef­ur sett smá strik í reikn­ing­inn en eins og sést hef­ur orðið spreng­ing í brott­kasts­mál­um og það skrif­ast ein­göngu á betri búnað og tækni við eft­ir­lit.“

Unnið er að því að efla sjálf­virkt eft­ir­lit með hug­búnaði sem ber sam­an gögn. „Til dæm­is afla­dag­bæk­ur á móti lönd­un­um á móti út­flutn­ingi. Þá virkj­ast sjálf­virk flögg­un ef menn fara út fyr­ir mörk og þá hægt að beina eft­ir­lit­inu á þá staði sem verða ein­hver frá­vik. Draum­ur okk­ar er að geta „monitorað“ all­an afla upp úr sjó og út úr landi í tölvu­kerf­um.“

Sam­starf við stærri fé­lög

Mörg út­gerðarfyr­ir­tæki hafa lagt áherslu á að auka sjálf­virkni í veiðum og vinnslu auk þess að auka rekj­an­leika afurðanna. Spurð hvort standi til að vinna með út­gerðum til að styðjast við þessi gögn svar­ar Elín: „Það er sam­tal sem þarf að eiga sér stað og þyrfti ein­hverj­ar laga­breyt­ing­ar til að við mynd­um hafa aðgengi að þeim gögn­um, en við höf­um orðað það við ein­staka stærri fyr­ir­tæki að prufu­keyra slíkt sam­starf og sjá hvernig það gæti nýst í framtíðinni. Við get­um vissu­lega farið í vinnsl­urn­ar og kallað eft­ir ákveðnum gögn­um, en við erum ekki kom­in á þann stað að geta haft aðgengi að gögn­um í raun­tíma.“

Þá tel­ur Elín liggja fyr­ir að tækni­fram­far­ir séu til þess falln­ar að auka for­send­ur eft­ir­lits með nýt­ingu sjáv­ar­auðlind­ar­inn­ar.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: