Flokkaflakkarar geta ráðið úrslitum

Margir eru óráðnir allt þar til í kjörklefann kemur en …
Margir eru óráðnir allt þar til í kjörklefann kemur en allt að tveir þriðjuhlutar svarenda í könnun MMR telja fleiri en einn flokk koma til greina hjá sér. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Inn­an við þriðjung­ur kjós­enda er harðákveðinn um hvaða flokk hann ætl­ar að kjósa í alþing­is­kosn­ing­un­um 25. sept­em­ber, meiri­hlut­inn tel­ur aðra flokka einnig koma til greina þegar í kjör­klef­ann er komið. Þetta kem­ur fram í skoðana­könn­un­um, sem MMR gerði í sam­starfi við Morg­un­blaðið.

Þrátt fyr­ir að ekki hafi verið mikl­ar fylg­is­sveifl­ur í helstu skoðana­könn­un­um und­an­farna mánuði og miss­eri, þá er ekki gefið að þar sé allt með kyrr­um kjör­um. Það sést vel þegar rýnt er í svör, sem MMR fékk við spurn­ing­um um hvaða flokk fólk hygðist kjósa, hvort aðrir flokk­ar kæmu til greina og þá hverj­ir. Þar er byggt á svör­um úr þrem­ur könn­un­um MMR, sem fram fóru 24. júní til 6. júlí, 8. til 14. júlí og 18. til 24. ág­úst.

Graf/​mbl.is

Minnk­andi floks­holl­usta

Við blas­ir að flokks­holl­usta er ekki jafnal­menn og raun­in var á liðinni öld, líkt og end­ur­spegl­ast í því að fæst­ir stjórn­mála­flokk­ar eru þær fjölda­hreyf­ing­ar og þá var títt. Flokks­holl­ust­an er þó enn til staðar, en mjög mis­jöfn eft­ir flokk­um. Hún er lang­mest meðal stuðnings­manna Flokks fólks­ins, en 41% þeirra geta ekki hugsað sér að kjósa neinn flokk ann­an.

Aft­ur á móti er minnsta staðfestu að finna meðal stuðnings­manna Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, en aðeins 19% geta aðeins hugsað sér að kjósa hana. Hún er þó aðeins sjón­ar­mun minni en hjá Miðflokki, Sósí­al­ist­um og Viðreisn. Um 25% stuðnings­manna Pírata og Vinstri grænna vilja ekk­ert annað kjósa, en 31% og 32% stuðnings­manna Fram­sókn­ar og Sjálf­stæðis­flokks.

Þetta þýðir líka að þrátt fyr­ir litl­ar fylg­is­sveifl­ur er enn eft­ir tölu­verðu að slægj­ast fyr­ir flokk­ana í kosn­inga­bar­átt­unni, mis­miklu þó. Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn kem­ur þannig til greina hjá 33% kjós­enda, en Fram­sókn, Sam­fylk­ing, Vinstri græn og Viðreisn koma til greina hjá 22-26% svar­enda. Kosn­inga­bar­átt­an og loka­sprett­ur henn­ar get­ur því skipt sköp­um.

Bálka­skipt­ing kjós­enda

Hafi ein­hverj­ir áhyggj­ur af fjölg­un flokka á þingi, þá geta þeir huggað sig við að mjög auðvelt er að greina skaut­un, jafn­vel bálka­mynd­un, til hægri og vinstri. Það kynni að gefa til kynna kosti á sam­starfi eða samruna flokka, nú eða bálka­skipt­ingu, eins og al­geng er í nor­ræn­um stjórn­mál­um.

Þannig blas­ir við að marg­ir stuðnings­menn Sjálf­stæðis­flokks, Fram­sókn­ar og Miðflokks geta hugsað sér að kjósa hina flokk­ana á hægri væng.

Stuðnings­menn Viðreisn­ar eru mun blendn­ari í sinni af­stöðu, marg­ir þeirra gætu kosið Sjálf­stæðis­flokk­inn og Fram­sókn (en sára­fá­ir Miðflokk) og enn fleiri Sam­fylk­ingu og Pírata, svo hann virðist kom­inn í hina gömlu stöðu Fram­sókn­ar­flokks­ins á miðjunni og op­inn í báða enda!

Mögu­leg­ur til­flutn­ing­ur á fylgi á vinstri vængn­um er ekki minni og raun­ar má segja að þar sé uppi svipuð staða og fyrr á árum, þegar vinstra­fylgi var miklu frek­ar fljót­andi á milli flokka en gerðist hægra meg­in. Þannig er ljóst að Sam­fylk­ing­in er í mjög viðkvæmri stöðu, þar sem fjórðung­ur stuðnings­manna henn­ar get­ur hugsað sér Viðreisn, ann­ar fjórðung­ur gæti kosið Vinstri græna, 16% Sósí­al­ista og heil 38% Pírata. Þar á móti kem­ur að nær þriðjung­ur stuðnings­manna Pírata gæti kosið Sam­fylk­ingu.

Sömu­leiðis gæti Sam­fylk­ing hoggið í raðir Vinstri grænna, þar sem 35% stuðnings­manna geta hugsað sér að kjósa Sam­fylk­ingu. Loks blas­ir við sam­gang­ur­inn milli Pírata og Sósí­al­ista en þar eiga marg­ir fylg­is­menn þeirra erfitt með að gera upp á milli þeirra.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: