Með nýjum kærasta á Havaí

Colton Underwood kom út úr skápnum fyrir 5 mánuðum.
Colton Underwood kom út úr skápnum fyrir 5 mánuðum. skjáskot/YouTube

Fyrrverandi piparsveinnin Colton Underwood er kominn með kærasta. Underwood sást með kærastanum í sólinni á Havaí nú í vikunni. Fimm mánuðir eru síðan Underwood greindi frá því að hann væri samkynhneigður. 

Maðurinn sem Underwood sást með heitir Jordan C. Brown og sáust þeir njóta lífsins saman á Four Seasons hótelinu á Maui. 

Brown hefur unnið að fjáröflun fyrir fjölda frambjóðenda Demókrataflokksins undanfarin ár og unnið að kosningaherferðum John Kerry, Barack Obama og Hillary Clinton. 

Óljóst er hversu lengi Undrwood og Brown hafa verið saman en þeir eru í ferðinni ásamt hópi vina. 

TMZ

mbl.is