Þjóðhagsráð fundaði um réttlát umskipti

Síðasti fundur þjóðhagsráðs á kjörtímabilinu var haldinn í dag.
Síðasti fundur þjóðhagsráðs á kjörtímabilinu var haldinn í dag. Ljósmynd/Stjórnarráðið

Rétt­lát um­skipti í veg­ferðinni í átt að kol­efn­is­hlut­lausu sam­fé­lagi voru tek­in fyr­ir í dag á síðasta fundi þjóðhags­ráðs á þessu kjör­tíma­bili.

Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu Stjórn­ar­ráðs Íslands.

Guy Ryder, fram­kvæmda­stjóri Alþjóðavinnu­mála­stofn­un­ar­inn­ar (ILO), hélt er­indi á fund­in­um þar sem hann fjallaði meðal ann­ars um hug­takið rétt­lát um­skipti í alþjóðlegu sam­hengi og vinnu ILO á þessu sviði.

Rich­ar Lochhead, ráðherra rétt­látra um­skipta og vinnu­markaðsmá­la í Skotlandi, og Jim Skea, pró­fess­or við Im­per­ial Col­l­e­ge London og formaður nefnd­ar skoskra stjórn­valda um rétt­lát um­skipti, voru einnig sér­stak­ir gest­ir fund­ar­ins. Ræddu þeir meðal ann­ars um reynslu Skota af verk­efn­um tengd­um rétt­lát­um um­skipt­um.

„Það er mik­il­vægt að all­ar aðgerðir okk­ar gegn lofts­lags­vánni tryggi um leið jöfnuð og rétt­læti. Til þess að svo megi verða þurfa all­ir að vinna sam­an, í ólík­um geir­um og ólík­um lands­hlut­um. Við erum með skýra sýn og aðgerðaáætl­un um hvernig við ætl­um að draga úr los­un en við þurf­um einnig að setja niður fé­lags­leg­ar og efna­hags­leg­ar aðgerðir til að ná mark­miðum okk­ar um rétt­lát um­skipti," er haft eft­ir Katrínu Jak­obs­dótt­ur, for­sæt­is­ráðherra í til­kynn­ing­unni.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina