Stuðningsmannahópur sænska knattspyrnuliðsins IFK Gautaborgar vill að félagið rifti samningi við Kolbein Sigþórsson og hefur komið þeirri skoðun sinni rækilega á framfæri.
Hópur stuðningsmanna fór í skjóli nætur og hengdi upp borða við leikvang liðsins með þessum skilaboðum.
Pontus Farnerud íþróttastjóri IFK segir í samtali við Fotbollskanalen að ákvörðun um framtíð Kolbeins hjá félaginu verði tekin að vel ígrunduðu máli.