Stóra kartöfluhótelið fyrir utan Boise í Iadaho ríki í Bandaríkjunum er ein af furðulegustu gististöðunum sem eru til útleigu á leigumiðlunarvefnum Airbnb.
Hótelið er í laginu eins og stór kartefla og í því er eitt herbergi með hjónarúmi og lítilli setustofu. Baðherbergið er étt fyrir utan en engir gluggar eru á kartöflunni. Rafmagn og lítill ísskápur eru í kartöflunni.
Kartöfluhótelið ferðaðist um 48 ríki Bandaríkjanna á sjö árum en nú er það komið til að vera fyrir utan Boise í Idaho.
Nótt í kartöflunni kostar um 400 bandaríkjadali eða um 50 þúsund krónur íslenskar.