Mistök að vísa skipinu ekki frá

Flutningaskipið í höfn við Bíldudal.
Flutningaskipið í höfn við Bíldudal. mbl.is/Þorgeir Baldursson

Mis­tök voru gerð þegar norska flutn­inga­skip­inu Rotsund var leyft að leggj­ast við bryggju í Tálknafirði í fyrra­dag, að sögn Ólafs Þórs Ólafs­son­ar, sveit­ar­stjóra Tálkna­fjarðar­hrepps. Hafði skipið ekki heim­ild til að leggja að landi þar sem ekki var búið að skila inn til­kynn­ingu um heilsu­far áhafn­ar­inn­ar.

Vegna sótt­varn­ar­ráðstaf­ana verða skip sem koma að utan að senda Land­helg­is­gæsl­unni séstaka heil­brigðis­yf­ir­lýs­ingu vegna kór­ónu­veirufar­ald­urs­ins. Er skip­um óheim­ilt að koma til hafn­ar nema slík yf­ir­lýs­ing liggi fyr­ir. Þessi fyr­ir­mæli voru brot­in í tvígang um helg­ina þegar flutn­inga­skipið Rotsund lagðist í höfn við Tálkna­fjörð og Pat­reks­fjörð.

„Það sem gerðist var að skipið til­kynnti sig ekki fyrr en það var komið að bryggju, sem var of seint. Það á að ger­ast þannig að skipið til­kynni sig fyrst inn áður en það fær leyfi til að leggja að landi. Þarna urðu bæði mis­tök hjá skip­stjór­an­um sem kom inn án þess að búið væri að til­kynna skipið, og hjá okk­ur að leyfa hon­um að leggj­ast að,“ seg­ir Ólaf­ur.

Að sögn Ólafs barst í kjöl­farið at­huga­semd frá Sam­göngu­stofu sem hafði verið gert viðvart um málið af Land­helg­is­gæsl­unni.

„Rétt viðbrögð hjá okk­ur þegar svona ger­ist er að vera í sam­bandi við Land­helg­is­gæsl­una og neita skip­inu að leggj­ast að áður en að búið er að ganga frá því að öll leyfi séu kom­in. Það er það sem þarf að laga. Þannig hefði átt að bregðast við. Við mun­um skerpa á verklags­regl­um og erum búin að til­kynna þetta og tryggja það að þetta muni ekki ger­ast aft­ur,“ seg­ir Ólaf­ur.

mbl.is