Leikmenn karlaliða Hauka og ÍR í knattspyrnu sýndu samstöðu með þolendum ofbeldis í leik þeirra á milli í dag. Haukar gengu inn á völlinn með svokallaðar „Fokk ofbeldi“ húfur og ÍR flaggaði fána forvarnarhópsins Bleika fílsins.
Þá gengu liðsmenn ÍR inn á völlinn í bolum Bleika fílsins sem stendur á „Þú 'skorar' með skýru samþykki“ og „Samþykki er sexý“.
Bleiki fíllinn þakkaði Haukum og Ír-ingum fyrir að sýna þolendum stuðning.