Yfir helmingur landsmanna telja spillingu vandamál

62% svarenda telja spillingu vera frekar mikið vandamál, eða mjög …
62% svarenda telja spillingu vera frekar mikið vandamál, eða mjög mikið vandamál. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Sam­kvæmt nýrri könn­un MMR á af­stöðu fólks til spill­ingu inn­an stjórn­mála, þá telja 30% af þeim sem tóku af­stöðu að spill­ing sé mjög mikið vanda­mál í stjórn­mál­um. Þar að auki svöruðu 32% að spill­ing inn­an stjórn­mála væri frek­ar mikið vanda­mál. Könn­un­in var gerð fyr­ir Sósí­al­ista­flokk­inn.

Um 30% stjórn­enda og æðstu emb­ætt­is­manna telja spill­ingu inn­an stjórn­mála vera mjög mikið vanda­mál og 28% þar að auki telja spill­ing sé frek­ar mikið vanda­mál.

Um 43% af svar­enda með heim­ilis­tekj­ur und­ir 400 þúsund á mánuði telja spill­ingu vera mjög mikið vanda­mál, en aðeins 28% af þeim sem eru með yfir millj­ón á mánuði í heim­ilis­tekj­ur.

Kjós­end­ur Pírata telja spill­ingu mikið vanda­mál

Um 41% svar­enda sem höfðu aðeins lokið grunn­skóla­mennt­un telja spill­ingu mjög mikið vanda­mál, miðað við 21% af há­skóla­menntuðu fólki.

Um 22% svar­enda sem hyggj­ast kjósa Sjálf­stæðis­flokk­inn telja spill­ingu inn­an stjórn­mála, frek­ar mikið vanda­mál eða mikið vanda­mál, miðað við 92% kjós­enda Sósí­al­ista­flokks­ins og 94% kjós­enda Pírata. 62% svar­enda telja spill­ingu vera frek­ar mikið vanda­mál, eða mjög mikið vanda­mál.

Fjöldi þátt­tak­enda í könn­un­inni var 957 og þar af tóku 908 af­stöðu.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina