„Alvarlegt mál hversu umræðan er orðin neikvæð“

Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda, telur mikilvægt að farið sé …
Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda, telur mikilvægt að farið sé varlega í breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu. mbl.is/Eggert

Ímynd grein­ar­inn­ar er stærsta viðfangs­efni sjáv­ar­út­vegs­ins á kom­andi fisk­veiðiári að mati fram­kvæmda­stjóra Lands­sam­bands smá­báta­eig­enda (LS). Legg­ur hann til breytt fyr­ir­komu­lag veiðigjalda og aukna áherslu á dagróðrabáta í ráðstöf­un at­vinnu- og byggðakvóta. Þá sé einnig mik­il­vægt að fara var­lega í all­ar breyt­ing­ar á fisk­veiðistjórn­un­ar­kerf­inu.

Ertu bú­inn að koma þér fyr­ir með kaffi­bolla við hönd? spyr blaðamaður er Örn Páls­son, fram­kvæmda­stjóri lands­sam­bands­ins, svar­ar í sím­ann. „Já,“ seg­ir hann. „Og svo þessa dýr­ind­is randalínu frá síðustu jól­um sem ég var að taka úr frysti. Djöf­ull góð.“

Blaðamaður get­ur ekki annað en sagt frá því að ekki hafi feng­ist góð randalína frá því að amma dó enda smurði hún krem­inu svo þykkt á milli – að ak­ur­eyrsk­um sið. „Heyrðu,“ seg­ir Örn skyndi­lega. „Ég sendi þér mynd af þess­ari því hún er ekta ak­ur­eyrsk,“ bæt­ir hann við og lýs­ir því að ekki sé farið spar­lega með kremið norðan heiða.

Eft­ir nokk­urt hjal um tertu­menn­ingu er ekki annarra kosta völ en að snúa sér að til­gangi sam­tals­ins og spyrja hvað sé efst á baugi í grein­inni á kom­andi fisk­veiðiári. „Það sem mér finnst mjög aðkallandi er að bæta ímynd sjáv­ar­út­vegs­ins meðal þjóðar­inn­ar. Mér finnst mjög al­var­legt mál hversu umræðan er orðin nei­kvæð um grein­ina, lands­menn ekki nógu já­kvæðir gagn­vart sjáv­ar­út­veg­in­um,“ svar­ar Örn.

„Menn mega ekki gleyma því að fólk eins og fé­lags­menn okk­ar, þeir eiga allt und­ir því að kerfið hald­ist í stór­um drátt­um óbreytt. Þeir hafa byggt upp sín fyr­ir­tæki með það fyr­ir aug­um að geta treyst á stöðug­leika og sátt,“ bæt­ir hann við.

Líta já­kvætt á strand­veiðar

Örn seg­ir hins veg­ar til þætti inn­an sjáv­ar­út­vegs­ins sem hafa já­kvæða ímynd og bend­ir á strand­veiðarn­ar en veiðitíma­bil­inu lauk fyrr í mánuðinum eft­ir að veiðiheim­ild­ir sem ráðstafað var kláruðust. Mik­il­vægt sé að efla þess­ar veiðar og tryggja með lög­um öll­um strand­veiðibát­um 48 veiðidaga. „Það er að hverj­um bát séu tryggðir tólf dag­ar á mánuði og strand­veiðitíma­bilið nái yfir fjóra mánuði.“

Strandveiðar skipa sífellst stærri sess.
Strand­veiðar skipa sí­fellst stærri sess. mbl.is/Á​rni Sæ­berg

Hann tel­ur vel hægt að leysa þann vanda að tryggja næg­ar veiðiheim­ild­ir inn­an ramma veiðiráðgjaf­ar Haf­rann­sókna­stofn­un­ar fyr­ir 48 daga. Tel­ur hann strand­veiðar og línuíviln­un best heppnuðu veiðarn­ar inn­an at­vinnu- og byggðakvóta­kerf­is­ins sem fer með 5,3% af út­gefnu afla­marki. „Þá eiga ein­fald­lega þeir sem eru í þess­um hóp­um [strand­veiðum og línuíviln­un] að njóta for­gangs að veiðiheim­ild­um inn­an þessa 5,3 pró­senta. Það sem verður eft­ir fari í byggðakvót­ana og þá fyrst og fremst til dagróðrabáta, því það eru þeir sem gefa byggðarlög­um líf og þurfa mest á þess­um heim­ild­um að halda.“

Strand­veiðarn­ar skipa sí­fellt mik­il­væg­ari sess í at­vinnu­líf­inu að sögn Arn­ar. „Í sum­ar voru um 700 bát­ar á strand­veiðum og þá að minnsta kosti jafn marg­ir sem hafa at­vinnu af þessu á sjó. Það eru alltaf að koma inn nýir aðilar sem eru að upp­götva að þetta eigi vel við þá. Já og vel á minnst; nán­ast allt selt í gegn­um fisk­markaði og fjöl­mörg störf í landi sem fylgja.“

Fari var­lega í breyt­ing­ar

Veru­leg skerðing verður á út­gefnu afla­marki í þorski á nýju fisk­veiðiári og nem­ur lækk­un milli ára 13%. „Þetta verður erfitt ár,“ seg­ir Örn. „Menn eru að reyna að kaupa meiri heim­ild­ir til að draga úr áhrif­um skerðing­ar­inn­ar en djúpt er á þeim. „Stærri út­gerðirn­ar hafa for­gang í að ná þess­um veiðiheim­ild­um til sín.“

Í ljósi þessa er blaðamaður knú­inn til að spyrja um af­stöðu sam­bands­ins til hug­mynda um að fyrna veiðiheim­ild­ir sem fyr­ir eru og setja á upp­boð og selja hæst­bjóðanda.

„Þetta er ákveðið vanda­mál og við vilj­um að farið sé mjög var­lega í all­ar svona breyt­ing­ar. Ef verið er að tala um upp­boð – að það verði ofan á að kom­andi stjórn­völd hafi það á stefnu­skrá sinni að boðnar verði upp veiðiheim­ild­ir – verður að leggja mikla áherslu á að haga útboðum þannig að hægt sé að tryggja veiðiheim­ild­ir til þess­ara minnstu aðila, að þeir njóti ákveðins for­gangs, að þeirra rétt­ur sé var­inn.“

Hann seg­ir að LS standi vörð um veiðirétt fé­lags­manna. Upp­boð eða fyrn­ing hafi ekki verið á dag­skrá hjá nú­ver­andi stjórn­völd­um og því ekki verið rætt inn­an LS. Hann tel­ur litl­ar lík­ur á að breyt­ing verði þar á, en ef svo verður þurfi að skoða vand­lega hvernig út­færsl­um verður háttað verði það stefna stjórn­valda að fara hina svo­kölluðu fyrn­ing­ar­leið og bjóða upp heim­ild­irn­ar.

Línuívilnunin er vel heppnuð að mati framkvæmdastjóra LS.
Línuíviln­un­in er vel heppnuð að mati fram­kvæmda­stjóra LS. mbl.is/​Krist­inn Bene­dikts­son

Taki gjald af stærri út­gerðum

Þá bein­ir Örn máli sínu að veiðigjöld­un­um og bend­ir á að oft sé minnst á aukna gjald­töku af nýt­ingu sam­eig­in­legr­ar auðlind­ar. „Verði gerð krafa um slíkt hef ég viðrað þá hug­mynd að álag verði sett á veiðigjald hjá þeim sem eru komn­ir yfir ákveðið efra mark í veiðiheim­ild­um.“ Þannig verður, að mati hans, dregið úr þeirri þróun sem hef­ur leitt af sér aukna samþjöpp­un í grein­inni og komið til móts við kröf­una um aukna gjald­heimtu, en þó þannig að það komi ekki niður á smærri út­gerðum.

Að lok­um kveðst fram­kvæmda­stjór­inn sann­færður um að það sé tölu­vert meira af ýsu í haf­inu um­hverf­is Ísland en fiski­fræðing­ar telja. „Það verður að auka við ýsu­kvót­ann á [kom­andi] fisk­veiðiári. Þær veiðiheim­ild­ir sem hafa verið gefn­ar út eru of litl­ar miðað við þá ýsu­gengd sem nú er. Með óbreytt­um afla­heim­ild­um end­ur­taka sig sömu vand­ræðin og verið hafa á yf­ir­stand­andi fisk­veiðiári að heim­ild­ir í ýsu duga ekki til að ná þorsk­in­um. Þá var bætt við ýsu­kvót­ann, sem ég tel ein­sýnt að verði að gera á næstu mánuðum.“

Viðtalið við Örn var fyrst birt í sé­blaði 200 mílna sem fylgi Morg­un­blaðinu 28. ág­úst.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: