„Hérna eru allar aðstæður til mikillar fyrirmyndar“

Björn Snæbjörnsson og Flosi Eiríksson kváðust ánægðir með starfsaðstæður starfsfólksins …
Björn Snæbjörnsson og Flosi Eiríksson kváðust ánægðir með starfsaðstæður starfsfólksins í nýju frystihúsi Samherja á Dalvík. Ljósmynd/Samherji

Full­trú­ar Starfs­greina­sam­bands Íslands kynntu sér starf­semi og aðbúnað starfs­manna í nýju frysti­húsi Sam­herja á Dal­vík rétt fyr­ir helgi. „Hérna eru all­ar aðstæður til mik­ill­ar fyr­ir­mynd­ar,“ er haft eft­ir Birni Snæ­björns­syni, for­manni Starfs­greina­sam­bands Íslands og Ein­ing­ar-Iðju, á vef Sam­herja. Skoðaði hann frysti­húsið ásamt Flosa Ei­ríks­syni, fram­kvæmda­stjóra sam­bands­ins.

Vegna kór­ónu­veirufar­ald­urs­ins hef­ur verið óheim­ilt fyr­ir ut­anaðkom­andi að koma í frysti­húsið og var það fyrst nú að hægt var að kynna starf­sem­ina fyr­ir full­trú­um sam­bands­ins, en flest­ir starfs­menn vinnsl­unn­ar á Dal­vík eru í Ein­ingu-Iðju.

Hólmfríður Sigurðardóttir flokksstjóri og Björn.
Hólm­fríður Sig­urðardótt­ir flokks­stjóri og Björn. Ljós­mynd/​Sam­herji

„Stjórn Ein­ing­ar-Iðju hafði skoðað húsið áður en vinnsla hófst í fyrra en heims­far­ald­ur­inn hef­ur komið í veg fyr­ir heim­sókn eins og í dag sem er sann­ar­lega ánægju­leg og langþráð. Öll tækn­in hérna inni er mik­il og magnað að sjá hversu ís­lenskt hug­vit er áber­andi. Maður tek­ur til dæm­is strax eft­ir hljóðdemp­un í vinnslu­söl­um, sem er gríðarlega stórt heilsu­fars­mál. Sömu sögu er að segja um lýs­ing­una, sem er mjög góð,“ seg­ir Björn.

Störf­in sér­hæfðari

„Með auk­inni tækni hafa flest störf í fisk­vinnslu tekið mikl­um breyt­ing­um, sem eru mjög vel sýni­leg­ar hérna. Störf­in eru orðin sér­hæfðari og um leið lík­am­lega létt­ari. Hérna eru all­ar aðstæður til mik­ill­ar fyr­ir­mynd­ar. Covid-19 gerði það að verk­um að starfs­fólkið hef­ur þurft að starfa við mjög svo krefj­andi aðstæður og sem bet­ur fer hef­ur tek­ist að halda vinnsl­unni gang­andi. Það var gott að tæki­færi gafst í dag til að spjalla við starfs­fólkið og kynna sér alla tækn­ina og aðbúnaðinn í hús­inu,“ er haft eft­ir Birni.

Þor­steinn Már Bald­vins­son, for­stjóri Sam­herja, tók á móti Birni og Flosa, en Gest­ur Geirs­son, fram­kvæmda­stjóri land­vinnslu Sam­herja, og Sig­urður Jörgen Óskars­son, yf­ir­verk­stjóri á Dal­vík, leiddu þá um húsið.

Björn og Flosi ásamt Gesti og Sigurði Jörgen.
Björn og Flosi ásamt Gesti og Sig­urði Jörgen. Ljós­mynd/​Sam­herji
mbl.is