Með huldumanni í Feneyjum

Demi Moore er í Feneyjum.
Demi Moore er í Feneyjum. AFP

Leikkonan Demi Moore dvelur um þessar mundir í Feneyjum á Ítalíu. Sást hún ganga um götur borgarinnar með yngri manni. 

Ekki er vitað hver ungi maðurinn er en Moore sást fyrir nokkrum dögum með öðrum manni á göngu um borgina. Hvort mennirnir séu elskhugar hennar eða bara vinir þora slúðurmiðlar vestanhafs ekki að fullyrða um. 

Moore hefur varið sumrinu við Miðjarðarhafið. Í júlí var hún viðstödd skírn hjá guðdóttur sinni, dóttur Andreas og Athanasiu Steggou á Grikklandi. Hún og Rumer Willis dóttir hennar skelltu sér svo yfir til Mykonos stuttu seinna.

mbl.is