Landtenging jákvætt skref í orkuskiptum

Stjórnbúðaður fyrir landtengingu við Norðfrjarðarhöfn.
Stjórnbúðaður fyrir landtengingu við Norðfrjarðarhöfn. Ljósmynd/Síldarvinnslan

Á síðustu dög­um hafa upp­sjáv­ar­skip verið tengd við raf­magn í landi við kom­una til Nes­kaupstaðar, fyrst Vil­helm Þor­steins­son EA í lok síðustu viku og síðan Börk­ur NK í gær. Unnið er að því að setja búnað til land­teng­ing­ar í Beiti NK. Gunnþór Ingva­son, for­stjóri Síld­ar­vinnsl­unn­ar, seg­ir um tíma­mót að ræða og já­kvætt skref í orku­skipt­um í sjáv­ar­út­vegi.

Íslensk fyr­ir­tæki rói öll í sömu átt hvað varði orku­skipti og í sjáv­ar­út­vegi sé fyrst að nefna þegar ráðist var í raf­væðingu orku­frekra fiski­mjöls­verk­smiðja. Fleiri mögu­leik­ar séu til orku­sparnaðar með orku­skipt­um.

Krani til að koma landtengingarköplum um borð í skip.
Krani til að koma land­teng­ing­ar­köpl­um um borð í skip. Ljós­mynd/​Síld­ar­vinnsl­an

Afl­mik­il teng­ing

Í land­teng­ing­unni felst að skipið fær raf­orku úr landi til að kæla afl­ann, dæla hon­um á land og sinna ann­arri raf­orku­notk­un um borð meðan á lönd­un stend­ur í stað þess að fram­leiða orku með vél­búnaði sem nýt­ir olíu sem orku­gjafa.

„Hér er um að ræða mik­il­vægt um­hverf­is­mál og ótví­rætt fram­fara­skref. Sam­kvæmt bestu heim­ild­um er þetta í fyrsta sinn sem fiski­skip er land­tengt með svo afl­mik­illi teng­ingu en teng­ing­in flyt­ur 500 kW,“ seg­ir á heimasíðu Síld­ar­vinnsl­unn­ar.

Þar kem­ur fram að með land­teng­ingu er notaður um­hverf­i­s­vænn, inn­lend­ur orku­gjafi á meðan lönd­un úr skipi fer fram í stað inn­fluttr­ar olíu og að notk­un á um­hverf­i­s­væn­um orku­gjöf­um styrk­ir ímynd ís­lensks sjáv­ar­út­vegs. Þegar öll upp­sjáv­ar­skip sem landa í Nes­kaupstað verða kom­in með til­heyr­andi búnað megi gera ráð fyr­ir að ol­íu­notk­un minnki um 300 þúsund lítra á ári.

Nokk­urra ára verk­efni

Haf­in var vinna við þessa land­teng­ingu við upp­sjáv­ar­skip­in árið 2013. Kostnaður við verk­efnið mun vera á annað hundrað millj­ón­ir króna. Verk­efnið er unnið í sam­vinnu Síld­ar­vinnsl­unn­ar og verk­fræðistof­unn­ar EFLU, en búnaður­inn er fram­leidd­ur af ABB sem Joh­an Rönn­ing hef­ur umboð fyr­ir.

Frá vinstri: Jón Atli Bjarnason frá Eflu, Daði Benediktsson frá …
Frá vinstri: Jón Atli Bjarna­son frá Eflu, Daði Bene­dikts­son frá Eflu, Jó­hann Pét­ur Gísla­son vél­stjóri á Berki og Þór­ar­inn Ómars­son raf­virki hjá Síld­ar­vinnsl­unni. Ljós­mynd/​Síld­ar­vinnsl­an
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: