Sjómenn slíta kjaraviðræðum

Sjómenn að störfum.
Sjómenn að störfum. mbl.is/Árni Sæberg

Stétt­ar­fé­lög sjó­manna slitu í gær viðræðum við Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi.

Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá SFS.

Kjara­samn­ing­ar sjó­manna hafa verið laus­ir um nokk­urt skeið og á umliðnum mánuðum hafa viðræður átt sér stað á milli SFS og stétt­ar­fé­laga sjó­manna um nýja samn­inga.

„Nokk­ur mun­ur er á kröf­um ein­stakra stétt­ar­fé­laga sjó­manna. SFS áætla hins veg­ar að ef fall­ist yrði á kröf­urn­ar hlypi kostnaður vegna þeirra á millj­örðum króna ár hvert. Launa­kostnaður er hár í fisk­veiðum, en hæst fer hann í um 44% af heild­ar­tekj­um. Hlut­fallið er sann­an­lega nokkuð mis­jafnt á milli út­gerðarflokka,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni.

„Ef gengið yrði að kröf­um stétt­ar­fé­lag­anna, má ljóst vera að mörg fyr­ir­tæki gætu ekki staðið und­ir þeim og ein­stak­ir út­gerðarflokk­ar gætu jafn­vel lagst af. Slíkt þjón­ar hvorki hags­mun­um sjó­manna í heild né sam­fé­lags­ins.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina