Ætla að auka vernd votlendis

Fuglalíf hefur aukist eftir að Dagmálatjörn var endurheimt.
Fuglalíf hefur aukist eftir að Dagmálatjörn var endurheimt. Ljósmynd/Bergþór Magnússon

Um­hverf­is- og auðlindaráðuneytið birti í dag aðgerðaáætl­un um vernd­un vot­lend­is. Áætl­un­in er sett fram í tólf aðgerðum, sem verða á ábyrgð Land­græðslunn­ar og Um­hverf­is­stofn­un­ar, taka til land­græðslu og nátt­úru­vernd­ar. 

Áhersla er á vernd­un vot­lend­is með friðlýs­ing­um á vot­lend­is­svæðum og skrán­ingu á nátt­úru­m­inja­skrá eða friðlýs­ingu svæða sem þar sem end­ur­heimta má vot­lendi. Þá er í áætl­un­inni að finna aðgerðir um öfl­un og miðlun upp­lýs­inga um stöðu vernd­un­ar og end­ur­heimt­ar, end­ur­skoðun laga og reglu­gerða og aukið sam­starf við land­eig­end­ur.

Vot­lendi viðhaldi líf­fræðileg­um fjöl­breyti­leika

Í aðgerðaáætl­un stjórn­valda í lofts­lags­mál­um til árs­ins 2030 er gert ráð fyr­ir að komið verði í veg fyr­ir frek­ari fram­ræslu vot­lend­is hér á landi og þá sér í lagi mó­mýra.

Mó­mýr­ar hafa sér­stöðu í sam­hengi lofts­lags­mála því að í jarðvegi þeirra er bundið mikið kol­efni sem mik­il­vægt er að tap­ist ekki. Við fram­ræslu þorn­ar jarðveg­ur mýra og kol­efnið í jarðveg­in­um tek­ur að brotna niður og losna sem kol­díoxíð út í and­rúms­loftið. Einnig hef­ur vot­lendi mikið gildi fyr­ir líf­fræðilega fjöl­breytni og gegn­ir hlut­verki við temprun vatns­rennsl­is og miðlun nær­ing­ar­efna,“ seg­ir í til­kynn­ingu frá stjórn­ar­ráðinu. 

Í til­kynn­ing­unni er haft eft­ir Guðmundi Inga Guðbrands­syni, um­hverf­is- og auðlindaráðherra að vernd vot­lend­is sem ekki hef­ur þegar verið raskað sé for­gangs­atriði. 

mbl.is