Íslenskt togskip staðið að meintum ólöglegum veiðum

Landhelgisgæslan vill brýna fyrir skipstjórum að kynna sér vel lokuð …
Landhelgisgæslan vill brýna fyrir skipstjórum að kynna sér vel lokuð svæði áður en haldið er til veiða. mbl.is/Árni Sæberg

Íslenskt tog­skip var staðið að meint­um ólög­leg­um veiðum inn­an lokaðs svæðis aust­ur af Glett­ingi um há­deg­is­bil í gær.

Varðstjór­ar í stjórn­stöð Land­helg­is­gæsl­unn­ar urðu var­ir við að skipið væri að veiðum inn­an reglu­gerðasvæðis 742/​2021 þar sem all­ar veiðar með fisk­botn­vörpu hafa verið bannaðar frá 1. júlí til ára­móta, að því er Land­helg­is­gæsl­an grein­ir frá.

Fram kem­ur í til­kynn­ingu, að áhöfn­in á TF-GNA, þyrlu Land­helg­is­gæsl­unn­ar, hafi verið kölluð út og send aust­ur til að kanna málið. Sigmaður þyrlunn­ar fór um borð, skoðaði afla­dag­bók og gerði skip­stjóra tog­skips­ins að halda til hafn­ar til frek­ari rann­sókn­ar. Lög­regla tók skýrslu af skip­stjór­an­um við kom­una til hafn­ar síðdeg­is í gær að sögn Gæsl­unn­ar. 

Land­helg­is­gæsl­an vill brýna fyr­ir skip­stjór­um að kynna sér vel lokuð svæði áður en haldið er til veiða. Á vef Fiski­stofu má finna all­ar upp­lýs­ing­ar um slík svæði.

mbl.is