Hollywoodparið Ben Affleck og Jennifer Lopez eru mætt til Feneyja til þess að vera viðstödd frumsýningu í kvöld. Affleck og Lopez létu ekki lítið fyrir sér fara þegar þau ferðuðust um með báti í gær eins og sjá má á myndum frá AFP.
Parið leit vel út en þau voru á leiðinni á viðburð að því fram kemur á vef People. Bæði voru þau með sólgleraugu og sáust nota grímur þegar þörf var á. Lopez var í rómantískum hvítum kjól en Affleck í svötum fötum.
Affleck og Lopez eru í Feneyjum til þess að vera viðstödd frumsýningu myndarinnar The Last Duel sem Ridley Scott leikstýrir. Affleck skrifaði myndina ásamt vini sínum Matt Damon. Hann leikur einnig í myndinni ásamt Damon, Adam Driver og Jodie Comer. Lopez mun líklega fylgja honum á rauða dregilinn í kvöld, 10. september.
Stjörnuparið byrjaði saman aftur í vor eftir marga ára pásu. Alvara færðist í sambandið í sumar og birtu þau fyrstu myndirnar af sér saman á Instagram í júlí í kringum 52 ára afmæli Lopez.