Sömu fíflin alls staðar

Árdís Inga Höskuldsdóttir, verkstjóri á markríl- og síldarvertíð hjá Ísfélagi …
Árdís Inga Höskuldsdóttir, verkstjóri á markríl- og síldarvertíð hjá Ísfélagi Vestmannaeyja á Þórshöfn, segist hafa farið á sína fyrstu vertíð þegar hún var sextán ára.

Árdís Inga Hösk­ulds­dótt­ir, verk­stjóri á mar­kríl- og síld­ar­vertíð hjá Ísfé­lagi Vest­manna­eyja á Þórs­höfn, er ný­út­skrifaður sjáv­ar­út­vegs­fræðing­ur. Árdís hef­ur starfað í fisk­vinnslu af ýms­um toga í mörg ár en ætlaði aldrei að þora að sækja sér mennt­un í fag­inu. Árdís út­skrifaðist í vor með BS-gráðu með fyrstu ein­kunn.

„Það er eng­inn vinnslu­stjóri eins og staðan er núna svo við verk­stjór­arn­ir skipt­um með okk­ur verk­efn­um,“ seg­ir Árdís Inga Hösk­ulds­dótt­ir, verk­stjóri og ný­út­skrifaður sjáv­ar­út­vegs­fræðing­ur hjá Ísfé­lagi Vest­manna­eyja á Þórs­höfn um skipu­lag vertíðar­inn­ar þar í bæ í ár.

Mak­ríl- og síld­ar­vertíð, sem yf­ir­leitt renn­ur í eitt fyr­ir norðan, er í al­gleym­ingi og er langt frá því að vera fyrsta vertíð Árdís­ar, sem hélt á sína fyrstu vertíð árið 2001.

„Ég fór á mína fyrstu vertíð árið 2001 þegar ég var sex­tán ára, á loðnu,“ seg­ir Árdís frá.

Ell­efu vertíðum síðar

Vertíðir á Þórs­höfn urðu síðan ár­viss viðburður hjá Árdísi þegar mar­kríll fór að veiðast í nokkru magni við Íslands­mið árið 2009 og hef­ur Árdís tekið þátt í þeim all­ar göt­ur síðan ef und­anþegið er eitt ár.

Inn­an skamms var Árdís orðin verk­stjóri á vertíðum og flutti hún svo til Þórs­hafn­ar al­farið árið 2014 og varð verk­stjóri all­an árs­ins hring í fisk­vinnslu Ísfé­lags­ins.

Les­blind og með at­hygl­is­brest

„Ég ákvað síðan að láta slag standa og reyna við sjáv­ar­út­vegs­fræði. Ég er les­blind og með mik­inn at­hygl­is­brest og kláraði aldrei neinn fram­halds­skóla en komst inn í Há­skól­ann á Ak­ur­eyri á meðmæl­um,“ seg­ir Árdís sem fékk undandþágu til að skrá sig í nám í há­skól­an­um.

„Ég hafði lokið ýms­um nám­skeiðum og var búin að láta meta mig upp í fisk­tækni en ég hafði eng­ann aka­demísk­an grunn, þú get­ur rétt ímyndað þér hvað það var erfitt að fara í þetta nám fyr­ir mig.“

Af hverju ákvaðstu að skrá þig í þetta nám?

„Bara mjög mik­ill áhugi á sjáv­ar­út­vegi, mikið að ger­ast í iðnaðinum og ýms­ir starfs­mögu­leik­ar á ýms­um sviðum.“

Árdís seg­ir að mest hafi komið sér á óvart við að fara í há­skóla að þar eru sömu fífl­in að finna eins og ann­ars staðar.

Raun­grein­ar áskor­un

„Ég hélt að all­ir væru svo mikið klár­ari en ég sem færu í há­skóla en svo kem ég þarna og það eru all­ir spaðgrillaðir,“ seg­ir Árdís og hlær.

Hún seg­ir að henni hafi mest vaxið í aug­um að tak­ast á við raun­grein­arn­ar.

Í sjáv­ar­út­vegs­fræði þarf að standa skil á stærðfræði, efna­fræði, eðlis­fræði, líf­fræði, ör­veru­fræði, mat­væla­fræði og nokkr­um hag­fræðikúrs­um.

Þér tekst að kom­ast í gegn­um all­ar þess­ar raun­grein­ar með lít­inn grunn. Hvernig tókst þér þetta?

„Þetta hafðist með ótrú­lega góðum hópi. Við vor­um ná­inn og þétt­ur hóp­ur að læra sam­an, þetta hefði ekki tek­ist án sam­nem­enda minna. Það eru einnig góðir kenn­ar­ar við skól­ann.“

Skemmst er frá því að segja að Árdís út­skrifaðist með ágæt­is­ein­kunn í vor.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: