„Ég tók upp byssuna og byrjaði að skjóta“

Angj­el­in Sterkaj ásamt verjendum í héraðsdómi í dag.
Angj­el­in Sterkaj ásamt verjendum í héraðsdómi í dag. mbl.is/Kristinn Magnússon

Fyrst­ur til þess að veita skýrslu í Rauðagerðis-mál­inu er Angj­el­in Sterkajs, sá sem játað hef­ur morðið á Arm­ando Beqirai í Rauðgerði þann 13. fe­brú­ar síðastliðinn. 

Hann sit­ur nú gengt dóm­ara og svar­ar spurn­ing­um hans með túlk við hlið sér. Angj­el­in er frá Alban­íu. Hann var beðinn af dóm­ara að lýsa at­b­urðunum er leiddu til morðsins á Arm­ando. Angj­el­in ligg­ur lágt róm­ur. 

Arm­ando hafi haft í hót­un­um við sig

Angj­el­in seg­ir að Arm­ando og fleiri menn hafi beðið hann, á heim­ili Arm­andos, að „taka“ börn Ant­ons Krist­ins Þór­ar­ins­son­ar, gjarn­an þekkt­ur sem Toni. Hann lýsti því einnig að þeir hafi ætlað að þvinga sig til þess að inn­heimta skuld Tona, upp­hæð 50 millj­ón­ir. Var þannig meðal ann­ars stungið upp á því að „taka“ börn Tona – ræna þeim. 

Toni þessi er einn þeirra sem upp­haf­lega var færður í gæslu­v­arðhald vegna máls­ins. 

Angj­el­in seg­ir að sér hafi verið hótað líf­láti og börn­um sín­um hótað líf­láti, því hafi hann ákveðið að kaupa sér byssu og það seg­ir hann að marg­ir hefðu síðan fengið að vita og því vonaði hann að menn­irn­ir myndu telja hann ógn­væn­leg­an og láta hann vera. 

Angj­el­in seg­ir að hann hafi farið í snjósleðaferð þann 11. fe­brú­ar, tveim­ur dög­um fyr­ir morðið, og þar hafi hann fengið sím­tal frá Arm­ando sem hafði í hót­un­um við hann. 

„Ég ætla að skera þig á háls. Ég ætla að skera börn­in þín á háls," seg­ir Angj­el­in að Arm­ando hafi sagt við sig í sím­ann. Hann lýs­ir því svo að Arm­ando hafi hótað því að senda fólk heim til fjöl­skyldu hans í heimalandi hans, Alban­íu. 

Angj­el­in sagði þá við Arm­ando að hann myndi svara fyr­ir þær gjörðir sem Arm­ando hótaði að gera. Angj­el­in lýsti því þó fyr­ir dóm­ara í dag að hann hafi verið hrædd­ur við Arm­ando og ótt­ast að hann myndi láta hót­an­ir sín­ar verða að veru­leika. 

Íslend­ing­ur viðriðinn

Þann 12. fe­brú­ar, dag­inn fyr­ir morðið, seg­ist Angj­el­in hafa farið á bíl Tona í Borg­ar­fjörð, hitti hann þar fyr­ir ákærða Shpetim Qerimi og tjáði hon­um að fólk væri að hóta sér. Þetta seg­ir Angj­el­in að hafi verið seint um kvöld og hafði hann morðvopnið með í fór­um sér, skamm­byssu. 

Þá seg­ir Angj­el­in að hann hafi sett byss­una í tösku og beðið ákærðu Claudiu Sofiu Coel­ho Car­val­ho að fara með tösk­una að heim­ili sínu. 

Angj­el­in seg­ir þó að hvorki Claudia né Sphetim hafi getað vitað að skamm­byss­an væri í tösk­unni. 

Síðan seg­ir Angj­el­in að hann hafi farið úr Borg­ar­f­irði þegar runn­inn var upp 13. fe­brú­ar. Hann seg­ist hafa komið til Reykja­vík­ur, hringt í Claudiu sem hann seg­ir að hafi haft húslykla hans, beðið hana síðan um að sækja Shpetim.

Eft­ir að hafa síðan dval­ist að heim­ili Sphetim seg­ir Angj­el­in að hann hafi beðið Claudiu um að skutla sér heim, þar sem fólk úr und­ir­heim­um Reykja­vík­ur beið hans og bað hann þá Claudiu að keyra ör­lítið lengra og leggja í stæði. Hann hafi þá stigið út úr bíln­um og byrjað að labba að húsi sínu.

Claudia Sofia Coel­ho Car­val­ho.
Claudia Sofia Coel­ho Car­val­ho. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

Hrædd­ur við und­ir­heima­fólk

Hann seg­ist þá hafa séð að fólk biði hans heima hjá sér og seg­ist því hafa fengið sé smá göngu­túr og var með húfu til þess að dul­bú­ast. Hann vildi bíða þar til fólkið væri farið. Um kortéri seinna kom hann heim til sín og beið með hönd­ina á byss­unni, að eig­in sögn. Angj­el­in seg­ist hafa verið hrædd­ur þar sem hóp­ur fólks úr und­ir­heim­um Reykja­vík­ur beið á heim­ili hans. 

Claudia tjáði Angj­el­in um klukk­an 23 að kvöldi 13. fe­brú­ar hvar Arm­ando væri. Angj­el­in seg­ist enn hafa verið hrædd­ur og viljað keyra í sum­ar­hús og bað hann Sphetim um að koma með sér. 

Hins veg­ar hafi Angj­el­in og Sphetim farið í Rauðagerði og bað Angj­el­in Sphetim um að keyra. Hann ætlaði bara að hitta Arm­ando und­ir fjög­ur augu og vildi ræða við hann. Arm­ando var í bíl­skúr sín­um, að sögn Angj­el­in, og þegar hann tók um byssu sína í hillu í bíl­skúrn­um seg­ir Angj­el­in að hann hafi tekið upp skamm­byssu sína og setja á hana hljóðdeyfi. 

Angj­el­in seg­ir að Arm­ando hafi hótað sér líf­láti og börn­um hans líf­láti þegar hann sá að Angj­el­in var mætt­ur. Þá hafi hann haft byssu sína niðri með hliðum en þegar Arm­ando ætlaði að ráðast á sig:

„Ég tók upp byss­una og byrjaði að skjóta,“ seg­ir Angj­el­in.

Því næst fór Angj­el­in í bíl­inn, þar sem ákærði Sphetim sat, og seg­ir hann að Sphetim hafi ekki vitað að hann hafi rétt í þessu drepið Arm­ando Beqirai. 

„Ég var ekk­ert að segja nein­um að ég hafi drepið hann.“

Full­yrðir að hann hafi einn vitað um morðið

Því næst keyrðu þeir í Borg­ar­fjörð og Sphetim vildi fara út að kasta þvagi á miðri leið. Þar hafi Angj­el­in stigið út úr bíln­um og kastað byss­unni út í sjó. Hann dreif þó ekki alla leið, gekk að byss­unni og reyndi aft­ur. Hann var með föt í bíln­um til skipt­ana og tók að hafa fata­skipti. 

Hann hafi þá hringt í Claudiu og spurt hana hvað hún væri að gera. Hún kvaðst vera heima hjá Angj­el­in og setið að drykkju. Angj­el­in spurði hana þá hvort hún vildi koma í Borg­ar­fjörðinn að drekka með sér. 

Dóm­ari gríp­ur þá inn í og spyr Angj­el­in hvort hann sé meðvitaður um að ákærðu í mál­inu séu ákærðir fyr­ir sam­verknað. Spyr hann hvort Angj­el­in haldi því fram að eng­inn hafi vitað um morðið. 

Það seg­ir Angj­el­in að hafi ekki verið, eng­inn hafi vitað um morðið fyr­ir það né strax á eft­ir. 

Upp­fært 11:04

Málið snýst sem fyrr um það hver þátt­ur hinna fjögura ákærðu var í mál­inu. Angj­el­in hef­ur þegar játað, eins og fyrr seg­ir, og seg­ist hafa verið einn að verki. 

Ákæru­valdið vill þó meina að hin þrjú ákærðu séu sam­sek og spyr Kol­brún Bene­dikts­dótt­ir héraðssak­sókn­ari Angj­el­in hver þátt­ur hinna hafi verið í mál­inu. Spyr hún oft og mörg­um sinn­um spurn­ing­um, sem ætla má að séu til þessa falln­ar að varpa ljósi á þátt hinna þriggja í mál­inu. 

Meðal ann­ars spyr hún hvort og hvenær ein­hverj­ir aðrir vissu af mál­inu, hvort t.d. Claudia hafi vitað að skamm­byssa væri í tösku þeirri er hún var beðin að færa Angj­el­in, hvort Sphetim hafi vitað að Angj­el­in hygðist myrða Arm­andio þegar hann keyrði hann í Rauðagerði. 

Angj­el­in lýs­ir því, sem fyrr, að hann hafi ekki ætlað að myrða Arm­ando þegar hann hitti hann í Rauðagerði. Hann hafi haft byssu meðferðis vegna þessa að Arm­ando var mik­ill í vexti og hafði áður haft í hót­un­um við hann. Hann hafði haft byss­una niður með hliðum allt þar til Arm­andi hafi gert sig lík­leg­an til þess að ráðast á hann. 

Kol­brún sýn­ir á skjáv­ar­pa mynd­ir af vett­vangi úr lög­reglu­skýrslu og er Angj­el­in beðinn um að lýsa máls­atriðum út frá henni. Einnig er sýnd mynd af morðvopn­inu, skamm­byssu með hljóðdeyfi, um 40cm að lengd, og staðfest­ir Angj­el­in að það sé vopnið sem um ræðir. 

mbl.is