Færeyingar drápu 1.428 leiftra í Skálafirði

Leiftrar fengust i miklu magni í Skálafirði.
Leiftrar fengust i miklu magni í Skálafirði. Ljósmynd/Bjarni Árting Rubeksen

Í heild tókst fær­eysk­um hval­veiðimönn­um að smala 1.428 leiftr­um inn í Skála­fjörð í Fær­eyj­um í gær­kvöldi. Þar var haf­ist handa við að drepa dýr­in og út­hlutaði sýslumaður afl­an­um í dag sam­kvæmt þarlendri hefð, að því er fram kem­ur í um­fjöll­um Kringvarps­ins.

Oft­ast snýr veiðin að grind­hvöl­um en einnig er þekkt að Fær­ey­ing­ar hafi veitt leiftra sem er smærri hval­ur. Í kjöl­far höfr­unga­dráps­ins í Skálaf­irði í gær er nú mikið deilt um til­hög­un veiðanna þar sem smá­hvöl­un­um var smalað langa leið og full­yrt að dráp­in í fjör­unni hafi ekki gengið sem skyldi. Grind­hvala­veiðimenn segja hins veg­ar veiðina hafa gengið vel, vand­inn hafi hins veg­ar fal­ist í að tölu­verður mann­fjöldi sem ekki var að veiðum hafi verið á strönd­inni sem smala átti hval­ina á.

Aflinn var mikill við veiðarnar í gær.
Afl­inn var mik­ill við veiðarn­ar í gær. Ljós­mynd/​Bjarni Árt­ing Ru­bek­sen
Aflinn var mældur.
Afl­inn var mæld­ur. Ljós­mynd/​Bjarni Árt­ing Ru­bek­sen

Hans Jacob Herm­an­sen, fyrr­ver­andi formaður í Grinda­manna­felagn­um (fé­lagi grind­hvala­veiðimanna), seg­ir fram­kvæmd veiðar­inn­ar í gær­kvöldi hafi eyðilagt þann ár­ang­ur sem hef­ur náðst á und­an­förn­um árum og fært and­stæðing­um veiðanna öll spil á hendi. Þá hef­ur at­vikið verið kært til lög­regl­unn­ar, en lög­regl­an upp­lýs­ir að sá er kærði var ekki viðstadd­ur er leiftr­arn­ir voru drepn­ir í Skálaf­irði. En ekki er ljóst hvort nokkuð ólög­legt hafi átt sér stað.

Í ár­araðir hef­ur verið deilt um hval­veiðarn­ar þar sem sum­um þykja þær skaða ímynd Fær­eyja. Nú hef­ur farið af stað umræða um hvort banna skuli veiðar á leiftr­um.

Jacob Vesterga­ard, sjáv­ar­út­vegs­ráðherra Fær­eyja, sagði í út­varpi Kringvarps­ins í dag að ekk­ert benti til þess að til­efni væri til að breyta gild­andi reglu­gerðum um til­hög­un veiðanna. „Því sem mér kemst næst var hver ein­asta leift­ur af­lífuð á viðeig­andi hátt,“ sagði hann. Þá tel­ur ráðherr­ann ástæðu til að tryggja að Skála­fjörður verði end­an­lega samþykkt­ur sem hval­veiðisvæði.

Mikilvægt er að skrá dýrin rétt svo hver fái sinn …
Mik­il­vægt er að skrá dýr­in rétt svo hver fái sinn hlut. Ljós­mynd/​Bjarni Árt­ing Ru­bek­sen
Dýrin eru númeruð.
Dýr­in eru núm­eruð. Ljós­mynd/​Bjarni Árt­ing Ru­bek­sen
Fjöldi fólks fylgdist með.
Fjöldi fólks fylgd­ist með. Ljós­mynd/​Bjarni Árt­ing Ru­bek­sen
Aflinn sóttur í sjó.
Afl­inn sótt­ur í sjó. Ljós­mynd/​Bjarni Árt­ing Ru­bek­sen
Ljós­mynd/​Bjarni Árt­ing Ru­bek­sen
Sumir fullyrða að veiðarnar hafi ekki gengið sem skyldi.
Sum­ir full­yrða að veiðarn­ar hafi ekki gengið sem skyldi. Ljós­mynd/​Bjarni Árt­ing Ru­bek­sen
Ljós­mynd/​Bjarni Árt­ing Ru­bek­sen
Ljós­mynd/​Bjarni Árt­ing Ru­bek­sen
Leiftur
Leift­ur Ljós­mynd/​Bjarni Árt­ing Ru­bek­sen
Ljós­mynd/​Bjarni Árt­ing Ru­bek­sen
Fjöldi dýra mættu dauðanum í Skálafirði.
Fjöldi dýra mættu dauðanum í Skálaf­irði. Ljós­mynd/​Bjarni Árt­ing Ru­bek­sen
Ljós­mynd/​Bjarni Árt­ing Ru­bek­sen
mbl.is