Fylgi framboða komið á hreyfingu inn á miðju

Fylgi flokkanna samkvæmt könnun MMR 8.-10. september.
Fylgi flokkanna samkvæmt könnun MMR 8.-10. september. Mynd/mbl.is

Tölu­verð hreyf­ing er loks kom­in á fylgi fram­boða sam­kvæmt nýrri skoðana­könn­un sem MMR gerði í sam­starfi við Morg­un­blaðið og mbl.is. Sam­kvæmt niður­stöðunum bæt­ir Viðreisn hraust­lega við sig fylgi milli vikna og Fram­sókn sömu­leiðis. Hins veg­ar dal­ar Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn merkj­an­lega og eins virðist fylgi Sósí­al­ista­flokks­ins nokkuð vera að ganga til baka. Fylg­is­breyt­ing­ar annarra flokka eru óveru­leg­ar milli vikna.

Ný skoðannakönnun MMR bendir hreyfinga í fylgi flokkanna.
Ný skoðanna­könn­un MMR bend­ir hreyf­inga í fylgi flokk­anna. Mynd/​mbl.is

Viðreisn á sigl­ingu

Fylgisaukn­ingu Viðreisn­ar má að lang­mestu leyti rekja til fylgisaukn­ing­ar í tveim­ur kjör­dæm­um, í Suðvest­ur­kjör­dæmi þar sem flokk­ur­inn nýt­ur nú 15,9% stuðnings og í Reykja­vík­ur­kjör­dæmi norður, þar sem hann mæl­ist með 19,3%.

Vert er þó að hafa í huga að í ein­stök­um kjör­dæm­um eru ekki mörg svör að baki niður­stöðunum og vik­mörk­in há. Það er því um­hugs­un­ar­vert að í Reykja­vík­ur­kjör­dæmi suður fær Viðreisn aðeins 11,6%, en til þessa hef­ur verið lít­ill mun­ur á fylgi flokks­ins í Reykja­vík­ur­kjör­dæmun­um tveim­ur.

Fram­sókn sæk­ir einnig í sig veðrið milli vikna, einkum í Norðaust­ur­kjör­dæmi og Suður­kjör­dæmi, en gef­ur eft­ir í Norðvest­ur­kjör­dæmi. Þá bæt­ir Fram­sókn einnig við sig í Reykja­vík og báðir ráðherr­arn­ir virðast úr allri fall­hættu í bili.

Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn virðist raun­ar vera að reisa sig í Norðaust­ur­kjör­dæmi, en tap­ar hins veg­ar í Suður­kjör­dæmi og er nú með minna fylgi þar en fyr­ir norðan ef marka má niður­brot svara á kjör­dæmi. Mest mun­ar þó um að hann virðist tapa nær þriðjungs­fylgi í Reykja­vík suður milli vikna.

Miðju­sókn

Úr þess­um töl­um virðist óhætt að lesa að fylgið leiti inn á miðjuna, líkt og skaut­un til hægri og vinstri ýti fólki þangað. Það kem­ur heim og sam­an við kann­an­ir sem sýna að tveir þriðju svar­enda hafa a.m.k. tvo flokka í huga. Hið mikla úr­val fram­boða dreg­ur senni­lega ekki úr því.

Auðveld­ast virðist vera að draga þá álykt­un að Viðreisn og Fram­sókn séu að ná til sín fylgi á kostnað Sjálf­stæðis­flokks­ins. Hliðstæð breyt­ing virðist þó einnig vera á vinstri vængn­um, þó hún sé flókn­ari og ekki eins auðsæ. Þannig tapa Sósí­al­ist­ar fylgi, senni­leg­ast til Pírata, Sam­fylk­ing­ar og Vinstri grænna. Eins fer vafa­laust eitt­hvert fylgi milli þeirra inn­byrðis og sömu­leiðis eru þeir lík­ast að missa eitt­hvert fylgi inn á miðjuna líka, þó fylgistöl­urn­ar breyt­ist á end­an­um lítið nema hjá Sósí­al­ist­um.

Hæpið að reikna út þing­sæti

Niður­stöðurn­ar byggj­ast á svör­um 951 manns, en þar af tók 821 af­stöðu til fram­boðanna. Þrátt fyr­ir að úr þeim megi vel lesa fylg­is­strauma á landsvísu eru svör­in í ein­stök­um kjör­dæm­um of fá til þess að leggj­ast megi í út­reikn­ing á út­hlut­un þing­sæta af nokk­urri vissu.

Því er gripið til þess ráðs hér að ofan að leggja sam­an töl­ur úr þrem­ur síðustu könn­un­um MMR til þess að reikna út þing­manna­fjölda, en vegna fjölda fram­boða og út­hlut­un­ar jöfn­un­ar­sæta má sára­litlu muna til þess að breyta mynd­inni tölu­vert. Með sam­an­lögðum töl­um má fá trygg­ari niður­stöðu um það, en á móti kem­ur að hún end­ur­spegl­ar síðustu fylg­is­breyt­ing­ar ekki til fulln­ustu og er rétt að les­and­inn hafi þá fyr­ir­vara alla í huga.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: