Íslenskur háhyrningur sorgmæddur og einmana

Háhyrningurinn Kiska lemur höfði sínu í glerið.
Háhyrningurinn Kiska lemur höfði sínu í glerið. Skjáskot/Twitter

Mynd­band af sorg­mædd­um há­hyrn­ingi fór sem eld­ur í sinu um net­heima um helg­ina. Mynd­bandið var tekið í Mar­in­e­Land við Niag­ara-fossa fyrr í sept­em­ber.

Há­hyrn­ing­ur­inn heit­ir Kiska og er 44 ára göm­ul. Í mynd­band­inu lem­ur hún höfðinu utan í glerið í búri sínu. Dýra­vernd­un­ar­sam­tök segja hegðun­ina skýrt dæmi um að dýr­inu líði illa. 

Kiska fædd­ist við strend­ur Íslands en hef­ur verið í haldi manna síðan 1979. Hún hef­ur eytt síðustu tíu árum ein í búri sínu við Niag­ara-fossa en af­kvæmi henn­ar og fé­lag­ar í búr­inu dráp­ust eitt af öðru. 

Phil Demers, fyrr­ver­andi starfsmaður í Mar­in­e­Land, tók mynd­bandið og vakti fyrst­ur at­hygli á mál­inu. 

Há­hyrn­ing­ar eru fé­lags­lynd­ar ver­ur og lifa venju­lega í hóp­um. Þá veiða þeir oft í hóp­um og eru nokkr­ar kyn­slóðir há­hyrn­inga sam­an í hóp. 



mbl.is