Ósannaðar kenningar lögreglu lagðar fram sem gagn

Aðalmeðferð í Rauðagerðis-málinu hófst í dag. Geir Gestson, verjandi eins …
Aðalmeðferð í Rauðagerðis-málinu hófst í dag. Geir Gestson, verjandi eins sakborninga í málinu, er fremst í mynd. mbl.is/Kristinn Magnússon

Verj­end­ur allra fjög­urra sak­born­inga í Rauðagerðis-mál­inu voru nokkuð ósátt­ir við fram­setn­ingu ákveðinn­ar lög­reglu­skýrslu, þegar aðalmeðferð máls­ins hófst fyr­ir Héraðsdómi Reykja­vík­ur í dag. 

Um­rædd skýrsla er grein­ar­gerð lög­reglu um eig­in rann­sókn­ar­hætti í mál­inu. Gerðu verj­end­ur at­huga­semd­ir við full­yrðing­ar í grein­ar­gerðinni þar sem lög­regla virðist álykta ansi frjáls­lega um aðild sak­born­ing­anna að mál­inu.

Murat Selivrada, skjólstæðingur Geirs.
Murat Selivrada, skjól­stæðing­ur Geirs. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

Ósannaðar kenn­ing­ar og álykt­an­ir lög­reglu

Nokk­ur hiti færðist í leik­inn und­ir lok þing­halds í dag, en því lauk form­lega um fimm­leytið síðdeg­is, þegar fyr­ir rétt­inn kom lög­reglu­kona sem var ein þeirra er fór með yf­ir­um­sjón rann­sókn­ar máls­ins.

Var hún sér­stak­lega spurð út í niður­lag um­ræddr­ar grein­ar­gerðar, sem hún tók þátt í að setja sam­an. Á ein­um stað seg­ir: „Lög­regla tel­ur, óháð framb­urði sak­born­inga að...“ eins og Guðjón Marteins­son dóm­ari rakti í gær. Gerði hann mikl­ar at­huga­semd­ir við að verið væri að leggja skýrsl­una fram í mál­inu.

Geir Gests­son, verj­andi eins sak­born­ing­anna í mál­inu, lýsti því fyr­ir mbl.is af hverju verj­end­urn­ir væru ósátt­ir.

„Það er semsagt þannig að ákæru­vald legg­ur fram skýrslu frá lög­reglu, sem á að vera sam­an­tekt á rann­sókn­araðgerðum, á hún þá bara að lýsa því í hverju rann­sókn­araðgerði fel­ast, en ekki lýsa nein­um kenn­ing­um lög­reglu. Í þess­ari grein­ar­gerð koma fram alls kon­ar álykt­an­ir og kenn­ing­ar lög­reglu um hverj­ar niður­stöður rann­sókn­ar­inn­ar eru,“ sagði hann við mbl.is að þing­haldi loknu í dag.

Hann seg­ir að sak­fell­ing í refsi­máli sem þessu megi ekki byggja á álíka skýrslu og verj­end­ur í mál­inu gerðu at­huga­semd við. Hann seg­ir að hætta sé á að dóm­ur­inn taki skýrsl­una til grund­vall­ar við ákvörðun sekt­ar, þótt í skýrsl­uni komi aðeins fram ósannaðar kenn­ing­ar lög­reglu um sekt sak­born­inga. 

„Sak­fell­ing í refsi­máli verður ein­ung­is byggð á frum­gögn­um en ekki svona skýrslu lög­reglu og þetta virðist vera eitt­hvert viðbót­ar­skjal ákæru, sem búið er að leggja fram án þess að það sé laga­heim­ild fyr­ir því,“ út­skýr­ir Geir og bæt­ir við:

„Það sem er hættu­legt við það er þá að dóm­stól­ar lesi sam­an­tekt­ina og leggi hana til grund­vall­ar vegna þess að gögn máls­ins eru svo flók­in og viðamik­il að það er freist­andi að horfa á sam­an­tekt lög­reglu og leggja hana til grund­vall­ar máls­ins.“

Claudia Sofia Coel­ho Car­val­ho.
Claudia Sofia Coel­ho Car­val­ho. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

Ekki tekið mið af orðum sak­born­inga við skýrslu­töku

Það sem Geir bend­ir svo einnig á er skort­ur á upp­lýs­ing­um í grein­ar­gerð lög­reglu, ein­mitt um aðild skjól­stæðings síns í mál­inu, Murat Selivrada. Murat er gefið að sök að hafa bent öðrum sak­born­ingi, Claudiu Sofiu Coel­ho Car­val­ho á bíl hins látna, sem síðan benti Ang­elj­in Sterka­sj á bíl­inn. Það leiddi til þess Ang­elji, sem varð Arm­ando Beqirai að bana í Rauðagerði 13. fe­brú­ar sl., að hann vissi að hann væri á heim­ili sínu að kvöldi hins ör­laga­ríka dags.

Eins og Geir rek­ur út­skýrðu bæði Claudia og Angj­el­is í skýrslu­töku lög­reglu að Angj­el­is hafi veitt Claudiu þau fyr­ir­mæli, sem Murat er síðan ákærður fyr­ir að hafa fram­fylgt.

„Síðan er það þetta,“ seg­ir Geir. „Í þess­ari sam­an­tekt lög­reglu – og það er það sem er svo al­var­legt við þetta – að þá er ekki tekið mið af því að ákærði Angj­el­in seg­ist sjálf­ur hafa gefið Claudiu þau fyr­ir­mæli sem Murat er ákærður fyr­ir og hún seg­ir það líka, hjá lög­reglu í yf­ir­heyrslu. Þau gefa bæði framb­urði í sitt hvoru lagi, á meðan þau eru í gæslu­v­arðhaldi, þar sem hún seg­ir „Angj­el­in gaf mér þessi fyr­ir­mæli“. Angj­el­in seg­ir sjálf­ur „Ég gaf henni þessi fyr­ir­mæli“. Það eru eng­in merki um þetta í grein­ar­gerð lög­reglu um máls­at­vik, eng­in. Þarna, vil ég meina, er haft rangt við,“ seg­ir Geir að lok­um.

Aðalmeðferð í Rauðagerðis-mál­inu held­ur áfram á morg­un og koma þá og gefa skýrslu lög­regluþjón­ar, sér­fræðing­ar og önn­ur vitni. Greint verður frá fram­vindu mála á mbl.is.

mbl.is