Var náinn hinum látna og ekkjunni – segist ónýtur

Murat Selivrada.
Murat Selivrada. mbl.is/Kristinn Magnússon

Murat Selivrada, einn sak­born­ing­anna í Rauðagerðismál­inu, seg­ist ónýt­ur maður eft­ir lát Arm­andos Beqirai, sem myrt­ur var 13. fe­brú­ar síðastliðinn 

Murat er gefið að sök að hafa bent Claudiu Sofiu Coel­ho Car­val­ho á bíl Arm­andos, sem síðan benti Ang­elj­in Sterka­sj á bíl­inn. Það leiddi til þess að hann vissi að hann væri á heim­ili sínu að kvöldi hins ör­laga­ríka dags. Murat neit­ar sök, rétt eins og tveir aðrir sak­born­ing­ar af alls fjór­um, Shpetim Qerimi og Claudia Sofia. Aðeins Angj­el­in Sterka­sj ját­ar aðild sína að mál­inu. 

Angj­el­in Sterkaj.
Angj­el­in Sterkaj. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

Voru nán­ir

Murat sagði í skýrslu­töku fyr­ir Héraðsdómi Reykja­vík­ur í dag að hann og Arm­ando hefðu verið nán­ir, nán­ari en hann var morðingja hans, Ang­elji Sterka­sj. Bæði sagðist Murat hafa þekkt Arm­ando vel og einnig ekkju hans, Þór­unni Helgu Gunn­ars­dótt­ur. 

Hann seg­ir að hann og Arm­ando hafi kynnst er þeir unnu báðir við ör­ygg­is­gæslu á skemmti­staðnum Paloma og síðar unnið sam­an í bygg­ing­ar­vinnu þar sem þeir hjálpuðu gjarn­an hvor öðrum við hin ýmsu verk­efni. 

Claudia Sofia Coel­ho Car­val­ho.
Claudia Sofia Coel­ho Car­val­ho. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

Ónýt­ur maður

Spurður að því hvernig málið hefði haft áhrif á hann sagði Murat að hann vissi vart hvað hann ætti að hugsa, hann hefði verið ná­inn vin­ur hans en væri nú grunaður um aðild að morði hans – líf hans væri í rúst. 

Murat seg­ir að hann hafi ekki vitað af deilu Angejl­is og Arm­andos, en þeir höfðu haft í líf­láts­hót­un­um hvor við ann­an um hríð. Hann hafi talið sig vita um deil­ur milli vina Arm­andos og vina Ang­elj­is en ekki á milli þeirra sjálfra. Hann frétti ekki af deil­um þeirra á milli fyrr en á Land­spít­al­an­um eft­ir að Arm­ando var lát­inn, eins og lýsti fyr­ir dóm­ara, Guðjóni Marteins­syni. 

mbl.is