Vilja sjómenn aftur í starfið

Örn Smáarson - Verkefnastjóri sjóbjörgunar
Örn Smáarson - Verkefnastjóri sjóbjörgunar mbl.is/Eggert Jóhannesson

Það er ekki sjálf­gefið að fólk gefi tíma sinn og krafta í að aðstoða meðborg­ara sína en það ger­ir fjöldi fólks á sjó­björg­un­ar­skip­um Lands­bjarg­ar. Hins veg­ar hef­ur þátt­taka dvínað nokkuð og er talið að hún muni aukast á ný við end­ur­nýj­un skipa­kosts sjó­björg­un­ar­sveit­anna.

Við erum að fara að leggja fyrsta kjöl­inn með þeim í byrj­un nóv­em­ber og er af­hend­ing­in í júní á næsta ári,“ svar­ar Örn Smára­son, verk­efna­stjóri sjó­björg­un­ar hjá Slysa­varna­fé­lag­inu Lands­björg, er hann er spurður um fram­vindu end­ur­nýj­un­ar skipa­flota sjó­björg­un­ar­sveit­anna. Lands­björg gekk í sum­ar frá samn­ingi við finnsku skipa­smíðastöðina KewaTec í Finn­landi um smíði á þrem­ur nýj­um björg­un­ar­skip­um.

„Í þess­um fyrsta fasa eru þrjú skip. Við erum með vilja­yf­ir­lýs­ingu frá rík­inu upp á sjö í viðbót þegar þess­um fyrsta hluta er lokið. Stóra planið okk­ar er að end­ur­nýja öll þrett­án skip­in og verðum við að vinna að því mark­miði leynt og ljóst næstu tíu til þrett­án árin.“

Örn seg­ir að safnað hafi verið í sarp­inn í tölu­verðan tíma er hann er spurður hvernig gangi að fjár­magna verk­efnið. „Það hef­ur gengið ágæt­lega vegna þess að við höf­um notað af­gang af rekstr­ar- og viðhalds­fé í end­ur­nýj­un­ar­sjóð, þannig að við erum ágæt­lega stödd í því. En það breyt­ir því ekki að við erum með alla anga úti og erum nú þegar að vinna í viðbótar­fjármögn­un til þess að geta haldið þessu verk­efni áfram. Við erum að reyna að velta fjár­magn­inu sem við erum búin að tryggja okk­ur inn í næsta fasa og erum klár­lega að leita til at­vinnu­lífs­ins og sjáv­ar­út­vegs­ins um frek­ari stuðning en hingað til hef­ur verið, sem hef­ur þó alltaf verið ríku­leg­ur stuðning­ur. En oft var þörf en nú er nauðsyn.“

Landsbjörg gekk í sumar frá samningi við finnsku skipasmíðastöðina KewaTec …
Lands­björg gekk í sum­ar frá samn­ingi við finnsku skipa­smíðastöðina KewaTec í Finn­landi um smíði á þrem­ur nýj­um björg­un­ar­skip­um.

Fjöldi í takt við ald­ur skip­anna

Um mönn­un skip­anna sem sjó­björg­un­ar­sveit­irn­ar búa yfir seg­ir hann ekki sjálf­gefið að hægt sé að fá nægi­lega marga sjálf­boðaliða. „En það geng­ur ekki illa og alltaf má gera bet­ur. Í því sam­hengi er reynsla okk­ar á Ísaf­irði ágæt. Við æfum reglu­lega með þyrlu­áhöfn­um Land­helg­is­gæsl­unn­ar í svo­kölluðu næt­ur­flugi – á haust­in byrja þeir að koma með beiðnir til að viðhalda flug­tím­an­um sín­um. Á [björg­un­ar­skip­inu] Gunn­ari Friðriks­syni sem var þá voru þetta svona fimm sex sem mættu í þess­ar þyrluæf­ing­ar, en þegar þeir fengu yngra skip – sem var nú ekki nema ár­inu yngra – þá voru 26 sem mættu.“

Örn seg­ir ljóst að Lands­björg hafi trygg­ar áhafn­ir en það séu aðeins of fáir sem taka virk­an þátt. „Búnaður­inn er ekki nógu spenn­andi, hann sel­ur ekki mönn­um þátt­töku. Það er ekk­ert rosa­lega gam­an að fara sí­end­ur­tekið í út­köll á skip­um sem ganga mjög hægt og lít­il sem eng­in aðstaða um borð.“

Ný Haf­björg hvatti sjálf­boðaliða

„Í Nes­kaupstað er það þannig að við erum svo­lítið að vinna sjó­menn­ina aft­ur inn í út­kallið þar. Þeim hef­ur fjölgað tölu­vert aft­ur með þeirri skipa­end­ur­nýj­un sem var þar. Þannig að það helst al­veg í hend­ur ald­ur skip­anna, virkni fé­lag­anna og fjöldi fé­lags­manna,“ út­skýr­ir Örn.

Vís­ar hann til þess að notað björg­un­ar­skip hafi verið keypt frá Svíþjóð og var það smíðað 1997. Ber það nú nafnið Haf­björg og er nýj­asta björg­un­ar­skip Norðfirðinga. Haf­björg hin eldri var hins veg­ar smíðuð 1985 og hef­ur verið flutt til Reykja­vík­ur þar sem skipið er orðið nýr Ásgrím­ur S. Björns­son, en eldri Ásgrím­ur var kom­inn til ára sinna enda smíðaður 1978. „Þetta sýn­ir að við erum aðeins sein til í þess­um end­ur­nýj­un­ar­fram­kvæmd­um. Þörf­in er orðin svo rík að við gát­um eig­in­lega ekki annað en stokkið á þetta skip sem bauðst í Svíþjóð til að fasa út þetta elsta skip okk­ar sem við erum með í Reykja­vík. Það var kom­inn tími á veru­legt viðhald þar eða þá að skipta út með þess­um hætti.“

Spurður hvort það sé mark­visst verið að reyna að höfða til sjó­manna til að auka mönn­un svar­ar Örn því ját­andi. „Við erum alltaf að vinna að því að ná bet­ur til þeirra og ná stærri hópi af þeim til baka í starfið okk­ar.“ Hann seg­ir sjó­mönn­um hafa fækkað í út­kalls­hóp­um sjó­björg­un­ar­sveit­anna á und­an­förn­um árum.

„Við sjá­um að ef við get­um verið skemmri tíma í út­köll­un­um eru þeir lík­legri til þess að koma. Þá sér­stak­lega í út­s­tími í þess­um út­köll­um, ef við get­um stytt það um kannski helm­ing þá eru þeir að jafnaði vilj­ugri til að koma og vera virk­ir í starf­inu.“

Landsbjörg og skip þess hafa komið miklum fjölda til aðstoðar …
Lands­björg og skip þess hafa komið mikl­um fjölda til aðstoðar í gegn­um tíðina. Ljós­mynd/​Lands­björg

Bil­an­ir tíðari

Álagið á sjó­björg­un­ar­sveit­un­um hef­ur það sem af er ári verið nærri meðallagi, að sögn Arn­ar. „Það eru eng­ar öfg­ar í út­kalla­fjölda eða í al­var­legri út­köll­um. Það eru nokkr­ir Covid-flutn­ing­ar á skip­un­um okk­ar og minni ein­ing­um en það eru eng­in al­var­leg veik­indi sem hafa verið í því sam­hengi. Þarna er frek­ar verið að nota bát­ana okk­ar í stað þess að nota farþega­báta svo ekki sé verið að út­setja fleiri fyr­ir smit­um. Það sam­starf hef­ur gengið rosa­lega vel. Jafn­fram hef­ur sam­starfið við sjúkra­flutn­inga­menn­ina sem fara með í þessa flutn­inga gengið rosa­lega vel.“

Hann seg­ir þetta hafa verið held­ur óvenju­legt ár að því leyti að borið hafi á bil­un­um í skip­un­um að und­an­förnu. „Skipið í Vest­manna­eyj­um var aðeins frá í túr­bínu­viðgerð, í skip­inu sem er að taka við í Reykja­vík þurft­um við að fara í stóra upp­tekt á olíu­verki í ann­arri vél­inni og síðan er í skip­inu á Ísaf­irði bil­un sem er í skoðun og lít­ur út fyr­ir að það taki ein­hvern tíma. Við höf­um verið lán­söm með þetta í lang­an tíma en það er að birt­ast ein og ein bil­un sem við erum búin að vera að vinna úr á þessu ári.“

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: