Allur afli leiftradrápsins í Færeyjum í nýtingu

Mikill afli fékkst í leiftrardrápinu í Færeyjum.
Mikill afli fékkst í leiftrardrápinu í Færeyjum. Ljósmynd/Bjarni Árting Rubeksen

All­ur afli sem fékkst í leiftra­dráp­inu sem fram fór í Fær­eyj­um sunnu­dags­kvöld verður nýtt­ur, en þá náðu hval­veiðimenn 1.428 dýr­um. Afl­an­um er skipt sam­kvæmt fær­eyskri hefð og var tölu­vert eft­ir þegar um 50 bát­ar og 500 ein­stak­ling­ar höfðu fengið sitt, að því er fram kem­ur í um­fjöll­un Kringvarps­ins.

Alls voru 883 skrokk­ar, 266 sentí­metr­ar að lengd, eft­ir og var rest­in færð sveit­ar­fé­lög­um og stofn­unum á Aust­ur­ey og Straumey. Spik af leiftr­un­um er alla jafna ekki nýtt til mann­eld­is en gerðar eru til­raun­ir með nýt­ingu hrá­efn­is­ins og hef­ur feng­ist nokkuð góð reynsla í þeim efn­um.

Mikl­ar deil­ur hafa verið í Fær­eyj­um vegna veiðanna, en ráðherra sjáv­ar­út­vegs­mála tel­ur enga ástæður til að breyta til­hög­un þeirra.

mbl.is