Ríkisstjórnin til móts við Múlaþing og stofnanir

Frá Seyðisfirði eftir að stórar aurskriður féllu þar í desember …
Frá Seyðisfirði eftir að stórar aurskriður féllu þar í desember 2020. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Rík­is­stjórn Íslands hef­ur heitið því að veita Múlaþingi og stofn­un­um 713 millj­óna króna fjár­styrk til þess að mæta þeim ófyr­ir­séðu út­gjöld­um sem til komu vegna viðbragða og fram­kvæmda í kjöl­far aur­skriðanna á Seyðis­firði í lok árs 2020. 

Stofn­an­irn­ar sem fá auka fjar­veit­ingu eru alls níu en 640 millj­ón­ir koma í þeirra hlut. Af þeim fer stærst­ur hluti til Of­an­flóðasjóðs, Veður­stof­unn­ar og Al­manna­varn­ar­deild­ar Rík­is­lög­reglu­stjóra. 

Sveit­ar­fé­lagið fær 76 millj­ón­ir vegna óvæntra út­gjalda þess. „Sveit­ar­fé­lagið ráðstaf­ar styrkn­um eins og það met­ur best í end­ur­reisn sam­fé­lags­ins. Starfs­hóp­ur ráðuneyta mun áfram vinna með sveit­ar­fé­lag­inu en í und­ir­bún­ingi er ver­káætl­un um færslu menn­ing­ar­verðmætra húsa af hættu­svæðum á Seyðis­firði,“ seg­ir í til­kynn­ingu á vef Stjórn­ar­ráðs. 

mbl.is