Tvöfalt fleiri dagar yfir 50°

Barist við skógarelda í Kaliforníu þar sem skógareldar hafa verið …
Barist við skógarelda í Kaliforníu þar sem skógareldar hafa verið tíðir undanfarin ár. AFP

Fjöldi daga þar sem hiti fer yfir fimm­tíu gráður í heim­in­um á hverju ári hef­ur tvö­fald­ast síðan á ní­unda ára­tugn­um. 

BBC ger­ir alþjóðlegri grein­ingu um hita­stig á heimsvísu ít­ar­leg skil á vef sín­um í morg­un. 

Hita­stig fer sömu­leiðis yfir fimm­tíu gráður á fleiri svæðum í heim­in­um en áður og skap­ar for­dæma­laus­ar áskor­an­ir fyr­ir heilsu manna og lifnaðar­hætti er kem­ur fram í um­fjöll­um BBC. 

Heild­ar­fjöldi daga yfir fimm­tíu gráðurn­ar hef­ur auk­ist á hverj­um ára­tug síðan árið 1980. Að meðaltali fór hit­inn yfir fimm­tíu gráður um 14 daga á ári, á ár­un­um 1980 til 2009. 

Fjöld­inn hef­ur síðan hækkað í 26 daga á ári á ár­un­um 2010 og 2019. 

Á sama tíma­bili var hita­stig yfir 45 gráður að meðaltali í tvær vik­ur til viðbót­ar á ári. 

Haft er eft­ir Dr. Friederike Otto, aðstoðarfor­stjóra stofu um­hverf­is­breyt­inga við há­skól­ann í Oxford að fjölg­un heitra daga á heimsvísu megi með ótví­ræðum hætti rekja til brennslu jarðefna­eldsneyt­is í heim­in­um. 

mbl.is