Ný stjórnarskrá skilyrði hjá Pírötum

Halldóra segir Pírata hafa áður sett þetta skilyrði, árin 2016 …
Halldóra segir Pírata hafa áður sett þetta skilyrði, árin 2016 og 2017. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Pírat­ar munu ein­göngu mynda rík­is­stjórn með flokk­um sem eru til­bún­ir að inn­leiða nýja stjórn­ar­skrá á næsta kjör­tíma­bili. Þetta sagði Hall­dóra Mo­gensen, þingmaður Pírata í For­yst­u­sæt­inu á Rúv í kvöld.

Hall­dóra seg­ir Pírata vísa til frum­varps sem varð úr til­lög­um Stjórn­lagaráðs árið 2012, sem lagðar voru í þjóðar­at­kvæðagreiðslu sama ár. 

„Get­um ekki annað en staðið við það“

Hún sagði að stjórn­ar­mynd­un­ar­viðræður hafi ekki strandað á viðræðum um nýja stjórn­ar­skrá á árum áður en Pírat­ar gerðu þetta stefnu­mál að skil­yrði í stjórn­ar­mynd­un­ar­viðræðum árin 2016 og 2017.

„Við sjá­um ekki að þetta ætti að vera vanda­mál. Það eru flest­ir flokk­ar hljóta að vera sam­mála um það að við get­um fundið leið til þess að virða þjóðar­vilj­ann. Flokk­ur eins og Pírat­ar, lýðræðis­leg­ur flokk­ur, við get­um ekki annað en staðið við það,“ sagði Hall­dóra.

mbl.is