Fólk missi ekki ríkisborgararétt

Íslendingar í útlöndum eiga erfitt með að endurnýja vegabréf sín.
Íslendingar í útlöndum eiga erfitt með að endurnýja vegabréf sín. Ljósmynd/Helgi Bjarnason

„Þau helstu mál sem brenna á Íslend­ing­um er­lend­is eru meðal ann­ars greiðari leið fyr­ir maka að öðlast ís­lensk­an rík­is­borg­ara­rétt ef fjöl­skyld­an býr er­lend­is, erfiðleik­ar við end­ur­nýj­un vega­bréfa, vesen með að fá og nota ra­f­ræn skil­ríki og ýmis kon­ar þrösk­uld­ar sem tor­velda flutn­inga aft­ur til Íslands,“ seg­ir Ásgeir Ingvars­son, stofn­andi og um­sjón­araðili Face­book-hóps­ins Íslend­ing­ar í út­lönd­um, í sam­tali við Morg­un­blaðið.

Hafa gleymst við laga­setn­ingu

Ásgeir hef­ur staðið fyr­ir kosn­inga­spjalli á Face­book-hópn­um með full­trú­um stjórn­mála­flokk­anna sem bjóða sig fram til alþing­is­kosn­inga. Hóp­fé­lag­ar deildu með fram­bjóðend­um því sem þeim lá þeim á hjarta og spurðu út í stefnu­skrár þeirra. „Þetta gekk glimr­andi vel. Flokk­arn­ir eru loks­ins farn­ir að gefa þess­um kjós­enda­hópi gaum,“ seg­ir Ásgeir. Hann bæt­ir við að Íslend­ing­ar er­lend­is hafi lengi gleymst við laga­setn­ingu og ýmis mál þarfn­ist at­hug­un­ar.

Ásgeir Ingvarsson.
Ásgeir Ingvars­son. Ljós­mynd/​Aðsend

Sam­kvæmt Þjóðskrá búa um 40 þúsund Íslend­ing­ar er­lend­is. „Ísland er flökkuþjóð. Við sker­um okk­ur úr þegar litið er á hlut­fall þeirra sem búa er­lend­is og erum í fimmta sæti yfir lönd sem hafa hæst hlut­fall lands­manna bú­setta er­lend­is,“ seg­ir Ásgeir.

Missi ekki rík­is­borg­ara­rétt­inn

Hann nefn­ir sem dæmi að marg­ir Íslend­ing­ar sem eiga er­lenda maka myndu vilja að maki þeirra eigi þann mögu­leika að geta öðlast ís­lensk­an rík­is­borg­ara­rétt þó að fjöl­skyld­an búi er­lend­is en í mörg­um Evr­ópu­ríkj­um tíðkast að er­lend­ur maki geti fengið rík­is­borg­ara­rétt eft­ir ákveðið lang­an tíma í hjú­skap, óháð lengd bú­setu í því landi sem veit­ir rík­is­borg­ara­rétt­inn.

Annað stórt mál er að ein­stak­ling­ar sem fædd­ir eru er­lend­is og búa þar enn geti haldið ís­lenska rík­is­borg­ara­rétt­in­um en sam­kvæmt lög­um get­ur ein­stak­ling­ur sem fædd­ur er er­lend­is og hef­ur aldrei átt lög­heim­ili á Íslandi misst rík­is­borg­ara­rétt sinn við tutt­ugu og tveggja ára ald­ur nema hann sæki sér­stak­lega um að halda rík­is­fang­inu.

Þá nefn­ir Ásgeir einnig að of erfitt sé að end­ur­nýja ís­lensk vega­bréf er­lend­is og marg­ir þurfi að ferðast lang­ar vega­lengd­ir til að heim­sækja ís­lenskt sendi­ráð til að end­ur­nýja vega­bréfið. Hann seg­ir að skoða mætti að gera ferlið ra­f­rænt eða taka upp sam­starf við Norður­lönd­in.

Ra­f­ræn skil­ríki eru annað hita­mál. Ásgeir seg­ir erfitt fyr­ir brott­flutta að sækja sér ra­f­ræn skil­ríki þar sem kraf­ist er að not­andi sé með ís­lenskt síma­núm­er. Hann nefn­ir einnig að gott væri ef Ísland myndi gefa út nafn­skírteini í korta­stærð og seg­ir Ísland og Dan­mörku einu Evr­ópu­rík­in sem ekki gefi slíkt út.

Að lok­um seg­ir Ásgeir háa þrösk­ulda mæta brott­flutt­um þegar þeir flytja aft­ur til Íslands. Hann nefn­ir mikl­ar hindr­an­ir varðandi lán­töku og vís­ar einnig til svo­kallaðrar sex mánaða reglu sjúkra­trygg­inga en sam­kvæmt henni þarf sjúkra­tryggður að hafa búið hér­lend­is í að minnsta kosti sex mánuði áður en bóta er óskað úr sjúkra­trygg­ing­um.

„Þetta snýst ekki bara um að fjar­lægja óþarfa hindr­an­ir held­ur líka að auðvelda Íslend­ing­um á Íslandi að stökkva á tæki­fær­in er­lend­is. Við vilj­um geta sigrað heim­inn án þess að þurfa berj­ast við kerfið og við vilj­um að leiðin sé greið út og sömu­leiðis aft­ur heim,“ seg­ir Ásgeir.

Koma kjör­seðlum á rétt­an stað

Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn býður Íslend­ing­um bú­sett­um er­lend­is upp á aðstoð og upp­lýs­ing­ar um kosn­ingu utan kjör­fund­ar. Þá aðstoðar flokk­ur­inn einnig við mót­töku at­kvæða.

„Við höf­um milli­göngu á því að koma kjör­seðlun­um í rétt kjör­dæmi og ef það eru marg­ir að senda sam­an kjör­seðla sem eiga að fara í mis­mun­andi kjör­dæmi þá flokk­um við þá í sund­ur og finn­um út hvar viðkom­andi kjós­andi er skráður út frá síðasta lög­heim­ili,“ seg­ir Bryn­dís Lofts­dótt­ir, verk­efna­stjóri utan­kjör­fund­ar­skrif­stofu Sjálf­stæðis­flokks­ins, í sam­tali við Morg­un­blaðið.

Íslend­ing­ar er­lend­is vilji kjósa

Þá býður flokk­ur­inn einnig kjós­end­um sem eru bú­sett­ir á höfuðborg­ar­svæðinu, en með lög­heim­ili út á landi, að koma með at­kvæði sitt upp í Val­höll og þau koma þeim á rétt­an stað. Bryn­dís seg­ir um helm­ing at­kvæða sem þau fá til sín vera frá fólki inn­an­lands og hinn helm­ing­inn frá Íslend­ing­um er­lend­is.

Bryn­dís kveðst finna á sam­töl­um sín­um við Íslend­inga bú­setta er­lend­is, sem dottn­ir eru af kjör­skrá, að þeir séu skúffaðir yfir því að geta ekki kosið. Hún seg­ir að fyr­ir alþing­is­kosn­ing­ar 2009, 2016 og 2017 hafi verið gerðar und­an­tekn­ing­ar á svo­kallaðri 1. des­em­ber reglu og var þá hægt að sækja um að vera á þjóðskrá þrem vik­um fyr­ir kosn­ing­ar en ekki hef­ur verið veitt und­an­tekn­ing í ár.

Bryndís Loftsdóttir.
Bryn­dís Lofts­dótt­ir. Ljós­mynd/​Aðsend

Þá bend­ir Bryn­dís fólki á að það þurfi að fara koma at­kvæðum sín­um til lands­ins með ein­hverj­um sem er á leið til hingað til að at­kvæðið ber­ist í tæka tíð þar sem póstþjón­usta er óáreiðan­legri vegna heims­far­ald­urs­ins og tek­ur lengri tíma fyr­ir bréf að kom­ast á áfangastað en áður. Bryn­dís bæt­ir við að hún býðst til að sækja at­kvæði sem fólk send­ir með öðrum hvert sem er á höfuðborg­ar­svæðinu og kem­ur þeim á rétt­an stað.

„Allt fyr­ir lýðræðið“

„Við tök­um á móti öll­um at­kvæðum og höf­um enga leið til að sjá hvað fólk er að kjósa og það skipt­ir engu máli. Þetta er bara sjálf­sögð þjón­usta. All­ir eru vel­komn­ir, allt fyr­ir lýðræðið,“ seg­ir hún að end­ingu.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: