Framfarir eru mikilvægastar

Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðhera.
Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðhera. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Ég hef knýj­andi þörf til að bæta sam­fé­lagið okk­ar. Mér finnst Ísland vera mjög gott sam­fé­lag, en það er hægt að bæta það enn frek­ar með marg­vís­leg­um hætti,“ seg­ir Lilja Dögg Al­freðsdótt­ir, mennta- og menn­ing­ar­málaráðherra og vara­formaður Fram­sókn­ar­flokks­ins, um það hvers vegna hún ákvað að leggja stjórn­mál­in fyr­ir sig á sín­um tíma.

Lilja seg­ir að hún hafi alltaf verið virk í fé­lags­mál­um frá því að hún var á barns­aldri. „Og ég hef alltaf þrif­ist á áskor­un­um og því að leita lausna við þeim.“

Lilja er ekki óvön áskor­un­um, en hún vann á sín­um tíma í Seðlabank­an­um sem aðstoðarfram­kvæmda­stjóri á skrif­stofu seðlabanka­stjóra og alþjóðasam­skipta í Seðlabanka Íslands, og kom meðal ann­ars að starfi fram­kvæmda­hóps um af­nám gjald­eyr­is­hafta. Hún seg­ir að starf sitt í bank­an­um hafi und­ir­búið sig vel fyr­ir stjórn­mála­fer­il­inn, þar sem hún hafi unnið við láns­hæf­is­mat rík­is­sjóðs Íslands og kynnst þar öll­um hliðum efna­hags­kerf­is­ins. Þá vann Lilja einnig fyr­ir Alþjóðagjald­eyr­is­sjóðinn frá 2010-2013 og kynnt­ist þar alþjóðahag­kerf­inu vel.

Lilja á ekki langt að sækja stjórn­mála­genin, en faðir henn­ar er Al­freð Þor­steins­son heit­inn, sem var for­ystumaður fyr­ir Fram­sókn í borg­inni í mörg ár. Hún seg­ir föður sinn hafa verið mikla fyr­ir­mynd. „Hann var mjög lausnamiðaður og enda­laust bjart­sýnn. Hann hafði mikla trú á ís­lensku sam­fé­lagi, og ég held að ég taki þetta mest frá hon­um.“

Taka þurfti stórar ákvarðanir varðandi skólahald á tímum mestu sóttvarnaaðgerðanna …
Taka þurfti stór­ar ákv­arðanir varðandi skóla­hald á tím­um mestu sótt­varnaaðgerðanna í heims­far­aldri Covid-19. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

Mikið traust milli flokk­anna

Rík­is­stjórn­ar­sam­starfið hef­ur gengið vel að sögn Lilju, þrátt fyr­ir heims­far­ald­ur­inn. „Það hef­ur verið ein­dreg­inn vilji til að kljást við þessa áskor­un sem kór­ónu­veirufar­ald­ur­inn hafði í för með sér,“ seg­ir Lilja. Árang­ur­inn hef­ur líka verið mik­ill.

Hún bæt­ir við að sam­starfið hafi grund­vall­ast á mjög vel und­ir­bún­um og öfl­ug­um stjórn­arsátt­mála, sem hafi verið leiðarljós rík­is­stjórn­ar­inn­ar. „Þetta snýr að trausti. Það rík­ir mikið traust á milli þeirra sem eru í rík­is­stjórn­inni. Svona sátt­máli geng­ur út á að sækja fram á þeim sviðum sem við telj­um að séu þjóðinni til heilla. Við sjá­um til að mynda að efna­hags­lífið hef­ur staðið þetta af sér og at­vinnu­leysi er að minnka, sem er mjög já­kvætt. Við verðum því að opna sam­fé­lagið og halda áfram á þeirri veg­ferð og halda öllu gang­andi,“ seg­ir Lilja.

Aðspurð hvort rík­is­stjórn­in haldi þá ekki ein­fald­lega áfram fái hún braut­ar­gengi til þess seg­ir Lilja að Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn leggi megin­á­herslu á að mál­efn­in ráði för þegar rík­is­stjórn er mynduð. „Þetta sam­starf hef­ur gengið vel og ég tel að kjós­end­ur vilji sjá ákveðinn stöðug­leika. Á sama tíma höf­um við náð fram ákveðnum kerf­is­breyt­ing­um,“ seg­ir Lilja.

Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Lilja Al­freðsdótt­ir, mennta- og menn­ing­ar­málaráðherra. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Stolt af störf­um sín­um

Í henn­ar mála­flokki seg­ir Lilja að hún sé stolt­ust af þeim breyt­ing­um sem gerðar voru á Mennta­sjóði náms­manna, áður LÍN, á kjör­tíma­bil­inu. „Það er búið að vera þrjá­tíu ára bar­áttu­mál að breyta hon­um og veita náms­mönn­um öfl­ugri stuðning.“

Lilja nefn­ir einnig hvernig iðnnám hafi verið eflt veru­lega. „Það hef­ur gjör­breyst á þess­um stutta tíma, þar sem hindr­un­um hef­ur mark­visst verið rutt úr vegi,“ seg­ir Lilja og bæt­ir við að lyk­ill­inn hafi verið að senda út stöðug skila­boð um mik­il­vægi iðnnáms fyr­ir at­vinnu­lífið.

Þetta verk­efni hafi verið unnið í sam­starfi við Sam­tök iðnaðar­ins, Sam­band ís­lenskra sveit­ar­fé­laga, skól­ana og annað lyk­ilfólk í iðnnáms­kerf­inu. Ráðist hef­ur verið í breyt­ing­ar eins og að auka aðgengi iðnmenntaðra að há­skóla­námi, á sama tíma og vinnustaðanám­inu hafi verið breytt, m.a. með ra­f­rænni fer­il­bók. „Verk­menntanámið hef­ur verið í mik­illi sókn um land allt, sem er mik­il­vægt fyr­ir efna­hags­kerfið. Við höf­um verið að styðja við upp­bygg­ingu.“

Þá seg­ir Lilja að sér­stök áhersla hafi verið lögð á ís­lensk­una og stöðu henn­ar. „Við lögðum áherslu á hversu mik­il­vægt það er að rækta tungu­málið og styðja við tækninýj­ung­ar, sem gera okk­ur til að mynda kleift að tala við tæk­in okk­ar á ís­lensku,“ seg­ir Lilja og bend­ir á að þingið hafi samþykkt álykt­un um hvernig styðja mætti og styrkja ís­lensk­una í námi, menn­ingu og at­vinnu­líf­inu. „Ef við höf­um ekki góðan grunn í eig­in tungu­máli er mjög mikið sem get­ur glat­ast.“

Lilja Alfreðsdóttir í þingsal Alþingis.
Lilja Al­freðsdótt­ir í þingsal Alþing­is. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Lilja bæt­ir við að sér­stak­lega hafi verið stutt við bóka­út­gáfu, sem hafi meðal ann­ars leitt af sér mikla aukn­ingu í út­gáfu barna­bóka eða um 47% á milli ára.

Hún bend­ir á að tungu­málið hafi verið í lyk­il­hlut­verki við að þjappa þjóðinni sam­an í sjálf­stæðis­bar­átt­unni, og að mik­il­vægt sé að aðgengi þeirra sem flytj­ist til lands­ins að ís­lensku sé mjög greitt og gott. „Þá vil ég nefna að Hús ís­lensk­unn­ar er að rísa, þar sem hand­rit­in okk­ar verða geymd, og ég tel það mjög mik­il­vægt að við efl­um áhug­ann á Íslend­inga­sög­un­um og þess­um menn­ing­ar­verðmæt­um okk­ar sem eru svo stór­kost­leg.“

Spurð um verk­efni utan mál­efna­sviðs ráðuneyt­is­ins, er Lilja fljót til að nefna það: „Fyr­ir ráðherratíð mína kom ég að ýms­um verk­efn­um. Þar ber lík­lega hæst af­nám fjár­magns­haft­anna og gerð stöðug­leika­samn­ing­anna, þar sem öfl­ug­ur hóp­ur fólks skilaði frá­bæru starfi sem lagði grunn­inn að sterkri stöðu rík­is­sjóðs til framtíðar,“ seg­ir ráðherra.

Gríðarlega öfl­ugt menn­ing­ar­líf

Lilja seg­ir að heims­far­ald­ur­inn með til­heyr­andi sam­komutak­mörk­un­um hafi ekki síst bitnað á hinum ýmsu hliðum menn­ing­ar­lífs­ins. „Sam­komutak­mark­an­irn­ar hafa verið erfiðar, en um leið og sam­fé­lagið opn­ast á ný sjá­um við hversu sterkt og öfl­ugt menn­ing­ar­lífið er hér á landi. Menn­ing­in hér er gríðarlega öfl­ug hvort sem það eru bók­mennt­ir, sviðslist­ir, mynd­list, tónlist eða kvik­mynd­ir, seg­ir Lilja og bend­ir á að rík­is­stjórn­in hafi tekið upp tekju­falls­styrki til þess að styðja við lista­menn.

Af öðrum mál­um sem Lilja hef­ur staðið að í mennta- og menn­ing­ar­mál­um má nefna að starfs­laun­um lista­manna hef­ur fjölgað og sömu­leiðis verk­efna­styrkj­um. Rík­is­stjórn­in setti fyrstu sviðslist­a­lög­in og lög­festi einnig starf­semi Íslenska dans­flokks­ins. Þá hef­ur verið fjár­fest í nýj­um höfuðstöðvum Nátt­úru­m­inja­safns­ins, en þau mál hafa verið lengi á dag­skrá án þess að lausn feng­ist.

Þá hef­ur Lilja og ráðuneytið stigið ýmis skref til að styðja við kvik­mynda­gerð hér á landi, bæði inn­lenda og er­lenda. „Framtíðar­sýn mín er að við séum að taka upp mynd­ir hér á landi, sem byggj­ast á ís­lenskri sköp­un. Við höf­um séð mjög mikla grósku en eitt af því sem við gerðum í fjár­fest­ingar­átak­inu okk­ar var að sá ákveðnum fræj­um sem myndu vaxa og dafna seinna.“

Þá er haf­inn und­ir­bún­ing­ur að þjóðaróperu. „Ég tel að það yrði lyfti­stöng fyr­ir menn­ing­ar­lífið á Íslandi og myndi efla það,“ seg­ir Lilja og bæt­ir við að óper­an yrði þá í nán­ast „þverfag­legu“ sam­starfi við Þjóðleik­húsið, Sin­fón­íu­hljóm­sveit Íslands og fleiri.

Fram­sækið at­vinnu­líf lyk­ill­inn

Lilja seg­ir að Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn standi fyr­ir fram­sækið og kröft­ugt at­vinnu­líf, þar sem tryggt sé að grunnstoðir at­vinnu­lífs­ins séu sterk­ar. „Brýnt er að styðja bet­ur við lít­il og meðal­stór fyr­ir­tæki, ég sé fyr­ir mér varðandi mennta­kerfið að við höld­um áfram á þeirri veg­ferð að styðja við grunn­inn, því börn­un­um vegn­ar bet­ur ef hann er góður. Við eig­um að fjár­festa í fólk­inu okk­ar hér á Íslandi,“ seg­ir Lilja.

„Ég tel brýnt að sam­keppn­is­hæfni okk­ar haldi áfram að efl­ast. Ég vil sjá fleiri störf í hug­verka­drifnu hag­kerfi, þannig að unga fólkið okk­ar sem er að mennta sig sjái ný störf þar,“ seg­ir Lilja og bæt­ir við að það sé ánægju­legt að sjá að um 16% þeirra út­flutn­ingstekna eru að koma úr þeim geira. Framtíðin er þar.

„Við þurf­um líka að hlúa vel að sjáv­ar­út­vegi, iðnaði og hinum stoðunum okk­ar, en til að við séum með sjálf­bært og gott hag­kerfi verðum við að vera með mjög öfl­ug­ar stoðir gjald­eyr­is­skap­andi at­vinnu­greina, til að hér sé vel­sæld og fólki líði vel hér á Íslandi. Við erum í sam­keppni við út­lönd um mannauð, og því þurfa öll starfs­skil­yrði á Íslandi að vera góð.“

Núm­er eitt, tvö og þrjú sé að tryggja öfl­ugt at­vinnu­líf. „Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn vill styðja við at­vinnu­lífið til þess að hægt sé að vera með öfl­ugt vel­ferðar­kerfi. Til að vera með öfl­ugt mennta­kerfi og heil­brigðisþjón­ustu þarf að stuðla að því að starfs­um­hverfi at­vinnu­lífs­ins sé gott til að búa til verðmæti,“ seg­ir Lilja. „Við höf­um sýnt það í gegn­um sög­una að þetta skipt­ir máli, enda eru lífs­kjör á Íslandi og lífs­gæði ein þau bestu og mestu í ver­öld­inni.“

Framtíð móður­máls­ins sé tryggð

Það vakti mikla at­hygli í fe­brú­ar síðastliðnum þegar Lilja sendi bréf til Bob Chapek, for­stjóra Disney-fyr­ir­tæk­is­ins, og hvatti fyr­ir­tækið til þess að bjóða upp á ís­lenska tal­setn­ingu og texta í meiri mæli á streym­isveitu sinni, Disney+, og var þeirri hvatn­ingu vel tekið af Chapek.

Lilja seg­ir það hafa verið sér­stakt metnaðar­mál í ráðherratíð sinni að senda skýr skila­boð um að verja þurfi ís­lenska tungu. „Allt það efni sem til er, við verðum að vera dug­leg að þýða það og tryggja að það sé aðgengi­legt á ís­lensku. Við höf­um verið að leggja drög­in að því hvernig við nálg­umst þessi helstu tæknifyr­ir­tæki úti í heimi um hvernig við kom­um ís­lensk­unni ör­ugg­lega fyr­ir.“

Hún nefn­ir sem dæmi að ráðuneytið hafi fundað með Apple til þess að ræða hvernig tryggja mætti að vör­ur tækn­iris­ans byðu upp á ís­lensku líka. „Þeir taka eft­ir því að við höf­um svo mikið sta­f­rænt safn af orðum á eig­in máli að þá eru meiri lík­ur á að hægt sé að nýta það tungu­mál í vör­um þeirra. En þetta er að mínu mati grund­vall­ar­atriði, að tryggja framtíð ís­lensk­unn­ar í sta­f­ræn­um heimi.“

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: