Beint: Fiskistofa kynnir mælaborð og kortasjá

Fiskistofa kynnir í dag leiðir sem eiga að skila auknum …
Fiskistofa kynnir í dag leiðir sem eiga að skila auknum upplýsingum um veiðar. mbl.is/Sigurður Ægisson

Fiski­stofa kynn­ir í dag þrjú verk­efni í beinni út­send­ingu. Verk­efn­in snúa að nýrri korta­sjá, aukn­um rekj­an­leika í upp­lýs­inga­kerf­um stofn­un­ar­inn­ar og nýtt mæla­borð sem á að auka aðgengi að upp­lýs­ing­um í raun­tíma.

Korta­sjá­in á að „auðvelda aðgengi að svæðis­bundn­um upp­lýs­ing­um sem tengj­ast lög­um, regl­um og öðrum ákvörðunum stjórn­valda er varða sjáv­ar­út­veg og fisk­eldi. Á vefsvæðinu er hægt að nálg­ast upp­lýs­ing­ar um reglu­gerðar­hólf og skyndi­lok­an­ir í raun­tíma,“ að því er fram ekm­ur á vef Fiski­stofu.

Þá hef­ur verið unnið að því að styrkja rekj­an­leika í upp­lýs­inga­kerfi Fiski­stofu, bæta ra­f­ræna skrán­ingu og ra­f­rænt eft­ir­lit með fisk­veiðum. „Í því felst bætt skrán­ing upp­lýs­inga, betri rekj­an­leiki og bætt eft­ir­lit með lönd­un.“

Þá verður kynnt nýtt mæla­borð Fiski­stofu sem á að auka aðgengi að upp­lýs­ing­um um sjáv­ar­út­veg í raun­tíma. „Mæla­borðið er hugsað út frá not­and­an­um og eyk­ur mögu­leika aðila á að velja upp­lýs­ing­ar sem eru sér­sniðnar að þeirra þörf­um.“

mbl.is