Ríkisstjórnin heldur ekki velli

Bjarni Benediktsson, Katrín Jakobsdóttir og Sigurður Ingi Jóhannsson.
Bjarni Benediktsson, Katrín Jakobsdóttir og Sigurður Ingi Jóhannsson. Kristinn Magnússon

Rík­is­stjórn­in held­ur ekki velli í nýrri könn­un Pró­sents sem var gerð fyr­ir Frétta­blaðið. Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn fengi 21,3 pró­senta fylgi, Fram­sókn 12,6 pró­sent og VG fengi slétt 10 pró­sent. Sam­an­lagt fylgi nem­ur um 44 pró­sent­um. 

Þetta kem­ur fram í skoðana­könn­un sem var gerð 13. til 16. sept­em­ber. Alls tóku 1.493 þátt í henni, þar af tóku 1.329 af­stöðu, eða 90 pró­sent.

Þegar fólk var spurt hvaða stjórn­ar­sam­starf því hugn­ast best að aflokn­um kosn­ing­um vill stærst­ur hluti svar­enda halda nú­ver­andi sam­starfi áfram, eða 48,3 pró­sent.

Um 27 pró­sent aðspurðra vilja vinstri­stjórn með Flokki fólks­ins, Pír­öt­um, Sam­fylk­ingu, Sósí­al­ist­um og Vinstri græn­um. Um 25 pró­sent vilja miðju­stjórn með Fram­sókn­ar­flokki, Sam­fylk­ingu, Viðreisn og Pír­öt­um.

Nán­ast all­ir sem ætla að kjósa Sjálf­stæðis­flokk­inn vilja halda sam­starf­inu áfram, eða 99 pró­sent.

mbl.is